Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 9
D r a u g u r G r o u p TMM 2010 · 2 9 Á mánudagsmorgni eftir „Glitnishelgi“, fyrsta degi í hruni, vökn- uðum við vondan draum: Við höfðum sofnað í lýðræðisríki en vaknað í konungsríki: Allt í einu sáum við hver það var sem enn réð í landinu okkar. Nú 20 mánuðum síðar, í skýru skýrsluljósi, sjáum við hinsvegar að svo hafði gengið lengi. Við höfðum búið í konungsríki langa hríð. Og það í boði flokksins sem við kusum. Ófyrirgefanlegt! Okkur grunaði kannski að karl hefði tak á Geir, en Ingibjörg Sólrún hlaut að sjá og vita hve hreðjalegt það var. Hennar ábyrgð er að hafa treyst manni sem engan hafði að geyma og var þó verri en enginn. Og sannaðist hér hið fornkveðna að vondur er konungur harðráður en verri tvílráður. Og hér var mikið um „tvil“ – með norskum hreim. Sjálfstæðisflokkurinn hafði áður gefið okkur tvo verstu forsætis- ráðherra sögunnar, þá Geir og Gunnar, en gerði það nú aftur, með Geir og Davíð. Sá síðastnefndi endaði sem einhverskonar norrænn Neró; maður sem naut sín best þá allt var að hrynja í kringum hann, óvinir allir að steypast á hausinn og bankar þeirra að brenna. Þá skipti hvert orð máli, og þá var svo gaman að öskra á fólk, fara með vísur, fitla við valdarán og vakna söngþunnur í morgunsárið til að velta sér beint úr rúmi í útvarpið með risalán frá Rússum. 8. Sjálfur hafði ég séð glitta í hinn fræga æðisaugnaglampa á fundi okkar haustið 2002. Eftir að hafa hlustað langa stund á persónuregister forsætis- ráðherra hvarflaði hugurinn óvart út um gluggann. Eins og oft vill verða þegar maður hittir fólk sem er mikið niðri fyrir róast maður við rausið og hallast aftur í sæti. Ég vildi þó fyrir alla muni ekki sofna inni hjá forsætis- ráðherra og leiddi hugann að því að fyrir utan gluggann, þessa þunnu rúðu, var þjóðfélag á þeysireið. Menn á leið í bankann og börn í strætó, konur á fund. Allir á fullu að reyna sitt besta á meðan toppurinn sjálfur eyddi deginum í að leiðrétta blaðagreinar við ábyrgðarlausa rithöfunda. Hefur þessi maður ekkert að gera? hugsaði ég. Leiðist honum í vinnunni? Leiðinlegt samt að hann hafi enga skemmtun af mér. Ég sem er að sofna. En allt í einu heyrði ég í gegnum hugsanakófið að hann nefndi ríkislög- reglustjóra á nafn. Til að forða mér úr blundhættu sagði ég: „Það trúir bara enginn að sá maður vinni faglega. Því miður. Það vita allir að hann er bara hundur í þínu bandi. Flokksráðinn.“ Hárvaxni maðurinn í stólnum gegnt mér glennti upp augun og lét reiði herða rödd:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.