Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 75
M ý b i t TMM 2010 · 2 75 Þegar þau hafa staðfest heilabólguna fær hann nýja gerð að lyfjum sem leika nýrun grátt. Hann fær gulu. Þau óttast að hann muni missa vöðvamassann fyrir fullt og allt. Þau segja að lyfin geri sitt gagn. En blóðprufurnar sýna ennþá merki um sýkingu. Síðan virðist hún samt sem áður á undanhaldi. Og hann, hann áttar sig hreint ekki á þessu með dauðann. Hann hefur ekki hugsað sér að deyja. Hann skellir heyrnartól- unum yfir eyrun: „Give it away, give it away, give it away now …“ Bassinn drunar, hann veltir höfðinu til og frá á koddanum og lítur út í kvöldblámann, á mánann sem er hálffalinn á bak við hvikul skýin. Hafði ég samfarir við hana eða ekki? Og allt í einu man hann: Þau höfðu ekki samfarir. Honum stóð ekki! Hann brosir með sjálfum sér, þetta er svo fyndið, kómískt, hugsa sér, hann gat ekki, hann var heilsuhraustur og sterkur, en hann gat ekki fengið tittlinginn til að láta að stjórn, og nú man hann líka að þau deildu með sér einni jónu á eftir, þegar hann hafði gefist upp, hún var svo blindfull að augun ranghvolfdust í höfðinu á henni, síðan sofnaði hún með hausinn á lærum hans, þannig var það. Mars Hann opnar útidyrnar og dettur út á götu. Það er rigning. Hann getur ekki staðið upp aftur. Hann reynir að fara á fjóra fætur en líkaminn mótmælir. Hann liggur einfaldlega kylliflatur á maganum á blautri og skítugri gangstéttinni. Á stoppistöðinni stendur hópur af fólki og horfir á. Að lokum ganga eldri hjón til hans. Þau gætu verið afi hans og amma. Hann grípur í hendur þeirra og hefur sig upp með miklum erfiðis- munum. Nokkrir strákar reyna að bæla niður hlátur. Ung kona snýr sér undan. Hann þakkar þeim gömlu fyrir, nú styður hann sig við hús- vegginn með annarri hendinni. Síðan staulast hann örstuttum skrefum fram eftir götunni. Fætur hans eru óstyrkir og hann er með náladofa eins og venjulega, þau segja að um króníska taugaskemmd sé að ræða. Charlotta er brjáluð út í hann. Það er á vissan hátt léttir. Hann vill ekki hitta neinn, nennir því einfaldlega ekki. Fötin hanga utan á honum. Hann lifir á steiktu svínakjöti með steinseljusósu, en það hleðst utan á magann á honum í stað þess að jafnast niður, handleggir og fótleggir minna enn á eldspýtur, en hann nennir ekki á æfingahjólið, nennir því ekki, það tekur hann minnst tíu mínútur að dragnast upp í íbúðina sem er á fjórðu hæð, skríða; hann reykir helling af hassi, það hjálpar, hann getur þá sofið og það slær á óróleikann – óttann, satt að segja; það er svo margt sem hann er farinn að skilja núna og sem hann þolir ekki að skilja: hann er hræddur við að deyja, hann er hræddur um að veikjast,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.