Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 128
D ó m a r u m b æ k u r
128 TMM 2010 · 2
III
Þótt hér hafi verið stiklað á stóru í ilmskýrslu Oddnýjar Eirar gefur það í raun
afar takmarkaða mynd af þeim heimi sem býr í bókinni. Í ritdómi í þættinum
Víðsjá á Rás 1 kallaði Auður Aðalsteinsdóttir verkið „sálgreiningarævintýri“
sem er vel til fundið og einnig mætti lýsa því sem óði til bókmenntaarfs, heim-
speki og fleiri fræðigreina sem höfundur hefur lagt stund á. Höfundi er tíðrætt
um „lykla“ í frásögn sinni, hún trúir því að „orð geti læknað“ (203) og „ekkert
er eins læknandi og falleg orð annarra sem maður heyrir“ (204). Á einu bóka-
safninu sem hún heimsækir segir hún: „Hér inni eru einhvers staðar lykilrit
sem opna manni leið inn að blæðandi hjarta tímans“ (177) og á öðrum stað
segir ein af sögupersónunum við hana: „Ég verð að viðurkenna að við erum
enn ekki búin að finna lykilinn að þínum vanda en þó er ég ekki frá því að við
séum með búnt af litlum lyklum!“ (221). Mörg lykilrit mætti nefna sem Oddný
Eir notar sem nokkurs konar skapalón fyrir verk sitt, til að mynda ólík verk á
borð við Inferno eftir August Strindberg, Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud
og Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll; hælisvist, gullgerðarlist (eða sálræn
eimun) og ferðir til undralanda mynda baksvið atburða frásagnarinnar og
þeirrar hugmyndalegu umræðu sem stöðugt er í gangi. Annar lykill eru hin
fjölbreytilegu kynjafræði samtímans þar sem táknrænar skírskotanir til
afhöfðunar og geldingar, möguleika og takmarkana hins karllæga og hins
kvenlæga í ríkjandi samfélagsmunstri er velt upp og bylt á ýmsan máta og oft
ísmeygilegan. Þá mætti nefna áleitnar hugleiðingar um lyfjaiðnað samtímans,
lækniskúnstir og óhefðbundnar aðferðir á því sviði: „Stríðið við lyfjafyrir-
tækin er rétt að byrja og eins gott að hermennirnir séu hraustir, dýralæknar,
uglur og hérar, eldmenn, ljósmæður og nef“ (223). Víða í texta Oddnýjar Eirar
er að finna beinar tilvitnanir til íslenskra og erlendra bókmennta og heim-
spekitexta. Slíkar tilvitnanir eru skáletraðar og aftast í bókinni er skrá yfir
tilvitnanir (blaðsíðutöl eru þó ekki rétt í öllum tilvikum, hafa líklega raskast í
vinnslu handritsins). Eins og til er ætlast víkka slíkar beinar og óbeinar tilvitn-
anir í önnur verk út merkingarsvið bókarinnar og senda lesanda á vit skemmti-
legra krókaleiða.
Oddný Eir gaf út sína fyrstu bók, Opnun kryppunnar, árið 2004. Í ritdómi
um þá bók líkti ég aðferð hennar við leik:
Leikur er kannski besta orðið til að lýsa frásagnaraðferð Oddnýjar Eirar; hún leikur
sér í textanum, leikur sér að tungumálinu, hendir hugmyndum á loft, umsnýr þeim
og sýnir okkur ný brögð. Og með í leiknum er alltaf húmor, textinn er víða bráð-
fyndinn og sprúðlandi fjörugur. En alvaran er einnig í spilinu, oft framreidd með
íróníu sem hittir í mark. Því Oddný Eir er ekki „bara að leika sér,“ henni liggur ýmis-
legt á hjarta og hún hefur ástríðufullan áhuga á því sem fer (og er) á milli manna; á
mannlífinu í öllum sínum fjölbreytileika. (Morgunblaðið, 16. maí 2004).
Sömu umsögn get ég gefið Heim til míns hjarta; hér er verið að „leika sér“ með
sjálfsævisagnaformið á afar eftirtektarverðan hátt og höfundur hefur treyst tök