Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 108
Þ ó r u n n E r l u - Va l d i m a r s d ó t t i r 108 TMM 2010 · 2 verða hvumsa þegar kallað er á snarræði. Bræður Hans klaufa voru synir betri bónda og hafa örugglega getað kvænst vænum stúlkum, þótt þá skorti hvatvísi og rétt tilsvör og kynnu ei að vera svalir innan um kóngafólk. Þeir eru því ekki sambærilegir við ljótu systur Öskubusku. Þegar ég óx og sá að fótur minn var stærri en sumra, fékk ég samúð með illum stjúpsystrum heimsins. Ég er með stærri fót en systur mínar. Hann er léttur og lipur og ekki svo ljótur, númer 39 en ég nota 40, því stærri númer gefa innra öryggi. Ég er stjúpsystir Öskubusku í mínu systrasetti, skóstærðarlega séð. Samúð mín er þess vegna með illu og ófríðu fólki heimsins, auk þess sem mér finnst það skemmtilegra. Heimurinn er grimmari en hann þarf að vera. Veldi kvenna þarf ekki að ganga svona miskunnarlaust út á fríðleik, þægð og þokka. Við erum jú menn og getum hugsað okkur aðeins upp fyrir verstu hvatirnar. Að minnsta kosti stundum. Dísirnar eru gæsir og berast á, njóta þess út í æsar að senda stóru Grýlu og Litlu Ljót yfirlætissvip. Og hvaða vitleysa er þetta með stóran fót? Af hverju er Öskubuska ekki glæsikvendi eða módel af stærstu gerð og stjúpsysturnar með smáa fætur? Hræðslan við stærðina er vægast sagt aumingjaleg. Kjarklaus. Vil ég í þessu samhengi minna á Davíð og Golíat. Davíð var lítill drengur, en óhræddur skessurnar við. Stór kona er ögrun við karlmennskuna. Áfram strákar! Sérhver karlmaður skynjar sig karlmannlegri með kvendvergum, en sterkasta sönnun karlmennsku er þegar stærri eiginkona geislar af gleði. Sá sem velur sér stóra miðað við stærð er heilmikið karlmenni. Sá sem velur sér litla miðað við stærð er í raun að segja við heiminn: „Karl- mennska mín er lítil og hrædd.“ En verum ei grimm, þetta má skilja og er allt í lagi og bara fínt, því það er bara heilkenni og fallega sjúkt eins og átsýki, lesblinda, eiturfíkn og allir þeir veikleikar sem samtíminn kennir okkur að umbera. Mannkynið er dásamlega fjölbreytt. Ef eingöngu stórt fólk paraði sig saman eða þá smátt myndi mannkynið klofna í enn meiri stærðaröfgar. Þá yrði allt fullt af ennþá meiri jötnum, durtum, risum, tröllum, dvergum, álfum, ásum, vönum. Eða var það eitt sinn svo? Ekki veit ég, en hitt er nokkuð ljóst, að í landnámsbátunum stækkuðu tröll og álfar. Blómálfarnir komu í stærri skipum nýlega með innfluttum blómum. Vondu stjúpsysturnar eru mér hugleiknar, af því ég er ein þeirra og því spyr ég fúl hvort þær eigi sér ekki karlkyns hliðstæðu í raunveruleik- anum? Mér sárnar að bræður kolbítanna séu bara leiðinlegir og vondir, ekki sérlega óeigulegir og ljótir útlits nema síður sé. Þeir sem best ríma við stórfætlurnar systur Öskubusku eru litlir ljótir vondir karlar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.