Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 127
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 2 127 arlyndi er fyrir sögum sem „passa ekki inn í kerfið“. Taka má dæmi af „ráðlegg- ingu“ sem Kolbrún Bergþórsdóttir gaf Oddnýju Eir þegar fjallað var um Heim til míns hjarta í bókmenntaþættinum Kiljunni; að hún gæti greinilega skrifað en þyrfti bara „að finna sér söguþráð“. Það er kaldhæðnislegt að þær bók- menntir sem hafa jafnvel fátt annað upp á að bjóða en formúlukenndan „sögu- þráð“ fá vitrænni umræðu og betri dóma en verk skapandi höfunda sem leyfa sér að gera tilraunir með form og frásagnaraðferð og auðga með því flóru íslenskra bókmennta. Slíkum viðtökum við bók Oddnýjar Eirar má einnig líkja víð viðbrögð leigubílstjórans í eftirfarandi tilvitnun: Hvert á ég að aka þér, spyr leigubílstjórinn. Ég bið hann um að keyra bara í nokkra hringi, ég viti ekki alveg hvert ég vilji fara. Hann snarstoppar bílinn og biður mig um að koma mér út eins og skot, segist ekki standa í því að þvælast um með fólk sem viti ekki á hvaða leið það er. (181) En þótt sögukona viti ekki alveg hvert hún vilji fara, bæði í námi sínu og lífi, villist sífellt inn á „krókaleiðir“ í stað þess að halda sig á „hraðbrautinni“, sér hún ákveðna möguleika sem felast í „villigötunum“: „Ég verð að gera villuna að verkefni mínu því hraðbrautin er mér ekki fær“ (154). Allir reyndir ferðalangar vita að það er miklu áhugaverðara að ferðast krókaleiðir og kanna ókunna kima en að ana bara beint af augum á hraðbrautinni (varla þarf að árétta að svipað gildir um bókmenntalestur og sköpun). Þegar hluti IV hefst er sögukona komin aftur á heilsuhælið og hefur nú fengið það verkefni að aðstoða við umönnun annarra hælisgesta. Sérstaklega aðstoðar hún við hjúkrun særðs hermanns sem er að koma „úr einhverju stríði […] með alvarleg höfuðmein“ (187). Hún heldur líka áfram að notfæra sér þær lækningar sem í boði eru; fer á miðilsfund, í leirböð og göngutúra. Þá undirbýr hún lokameðferðina, sem er „eimun“ á hjarta hennar. „Álfslegi“ maðurinn sem stjórnar eimuninni undrast hversu „opið“ hjarta hennar er en fagnar því jafn- framt að sögukona sé „á milli hörðnunar og upplausnar, orkan á sífelldri hreyfingu, sjálfbært umbreytingaferli“ er farið í gang (202). Að lokinni eimun fær sögukona „minjavatn“ á flösku til að hafa með sér þegar hún útskrifast af hælinu. Þegar hún hefur blandað minjavatnið með völdum ilmefnum („af nýfæddum hvolpum, blautum vettlingum, af sexhyrningi úr blýi, af írónísku vatni, kuðungi, bókbandi, rakri tóft, hvæsi gaupu, sárabindi hermanns og af ljósfjólublárri orðsifjafræði“) verður henni ljóst að lyktin er „enn fjötruð í orð úreltrar ljóðrænu“ og að „þráin sem sé í þessu minjavatni sé úrelt“ (208). Úr því má lesa vísbendingu um að uppgjöri sögukonu við fortíðina sé að ljúka og að endurnýjarferli sé hafið. Þessum bókarhluta lýkur þó ekki þarna, heldur á kostulegri lýsingu á því þegar krufinn er pungur hermannsins (sem veldur þó aðeins tímabundinni vönum) og úr krufningunni má lesa margt um heilsufar hans og tilfinningalíf. Síðasti hluti bókarinnar er stuttur og fjallar um löngun sögukonu til að eignast barn og leit hennar að „kátu sæði“ – og hún setur endapunkt við ilmskýrslu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.