Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2010 · 2 standa. Kristín safnstjóri vill aftur á móti ekki aðhafast neitt þegar Hanna og Steinn vekja máls á fölsuninni og vilja hreinsa landslagsverkið af striganum til að fullvissa sig um hvað leynist undir. Staða hennar og viðhorf hafa ýmiss konar skírskotanir út fyrir bókina. Kunningjasamfélagið kristallast í því að Kristín er góð vinkona fólks sem hefur gefið safninu verk og það nýtist sem tilefni til að spyrja víðtækari spurninga um afleiðingar þess að láta peninga- öflin ráða ferðinni: Í sjálfu sér er kannski ekkert athugavert við að safnið þiggi þessa veglegu gjöf. Því ætti Kristín að hafna gjöf góðrar vinkonu sem að auki er ein ríkasta konan á landinu? Þó vaknar sú spurning hjá Hönnu hvað Steinunni skyldi detta í hug að gefa safninu næst og hvernig ætti að bregðast við gjöf sem væri safninu ekki samboðin. Ætli Kristín myndi hafna slíku? Og ef það yrði lenska hjá auðmönnum að gefa listasafninu gjafir til að baða nafn sitt menningarljóma, yrði þá ekki safneignin sundurleit og skringilega samansett? (14) Sá hugsunarháttur Kristínar er kunnuglegur að varhugavert sé að rugga bátn- um. Eins og svo fjölmargir á síðustu árum leiðir hún það augljósa viljandi hjá sér og neitar að aðhafast. Kristín forðast í lengstu lög að styggja fjármagnið og finnst einfaldast og öruggast að gera ekkert á þeim forsendum að málið sé ekki fullsannað. Þó gengst hún ekki við því að hún sé að slá neitt út af borðinu heldur réttlætir aðgerðaleysið með því að tímasetningin sé ekki alveg rétt, það sé best að bíða og sjá til: – Þú verður að skilja hvaða stöðu við erum í. Þetta er svo lítill heimur hérna, svo viðkvæmur. Við megum bara ekki við þessu eins og er, ekki akkúrat núna, skilurðu. Við skulum geyma þetta aðeins, skoða málið betur. (143) Viðbrögð Kristínar þegar Hanna og Steinn óhlýðnast henni og opinbera blekk- inguna að viðstöddum fjölmiðlum eru í sama anda, allt skal vera með kyrrum kjörum á yfirborðinu. Á starfsmannafundi lætur hún sem ekkert sé en tekur svo Hönnu á eintal og segir henni upp störfum undir því yfirskini að safnið skorti fé, án þess að minnast orði á fölsunarmálið. Ýmis fleiri dæmi má finna í bókinni um átök sem eru ekki opinská og valdabaráttu sem er ósýnileg á yfir- borðinu. Samskipti persóna eru grunnurinn að sögunni og þar sem annars staðar er ekki alltaf allt sem sýnist. Blekkingar af ýmsu tagi eru eitt af meginstefjum bókarinnar, þar á meðal margþætt umræða um frummyndir og eftirmyndir. Listræn blekking af ýmsu tagi tengist flestum sviðum bókarinnar, beint eða óbeint, sem og sígild spurn- ing sem varðar listsköpun: er listin eftirlíking veruleikans? Þessi umfjöllunar- efni snerta ýmislegt af þeirri myndlist sem fjallað er um og þau eru órjúfan- legur þáttur fölsunarsögunnar en þar að auki er listræna blekkingin auðvitað tæki rithöfundarins og m.a. beitt listilega í umhverfislýsingunni sem gerð var að umtalsefni hér í byrjun þar sem orð miðla alls konar skynjun. En spurn- ingar um hvað er falskt og hvað ekta tengjast líka persónum bókarinnar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.