Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 17
TMM 2009 · 3 17 K a d e r A b d o l a h minningarathöfn um hina látnu fjörutíu dögum síðar, í febrúar. Þá fóru fleiri út á göturnar og fleiri féllu fyrir kúlum lögreglu. Fjörutíu dögum eftir það var minningarathöfn um febrúarfórnarlömbin og þá féllu enn fleiri. Þannig stig- magnaðist reiðin í þjóðfélaginu og í byrjun árs 1979 flúði keisarinn land. Nokkrum dögum síðar sneri æðstiklerkurinn Khomeini heim úr útlegð. Mörg öfl höfðu lagst á eitt til að velta keisaranum án þess þó að nokkur vissi hvað ætti að gerast næst. Ekki leið þó á löngu áður en æðstiklerkurinn náði að bola kommúnistum og öðrum fylkingum út í kuldann og setti á laggirnar ísl- amskt ríki, eftir sinni eigin túlkun á Kóraninum. Þar með er eins og allt umturnist. Karlmenn láta sér vaxa skegg og reyna að taka hver öðrum fram í trúrækni og hollustu við ríkið. Aga Djan gengur enn með sinn vestræna hattkúf og reynir að halda í horfinu. Þetta verður til þess að kaupmennirnir á basarnum líta ekki lengur upp til hans sem leiðtoga. Hann er ekki nógu róttækur. Nýir menn eru skipaðir í stöður bæjarstjóra og dómara. Þegar á þarf að halda getur Aga Djan ekki lengur kippt í þá spotta sem hann taldi sig eiga vísa; jafnvel þó að líf liggi við, líf einhvers nákomins. Aga Djan, tákngervingur hins gamla tíma, holdgervingur hófseminnar, er völdum rúinn. Honum eru allar bjargir bannaðar. Allt þjóðfélagið er á hvolfi. Fólk afneitar fjölskyldu og vinum ef þeir þóknast ekki trúræðinu. Hollusta við ofstækið verður vísasti vegurinn til velferðar. Fjölbreytileikinn og breyskleiki mannanna í allri sinni fegurð höfðu fengið að njóta sín í húsi moskunnar. En breyskleikinn rúmast ekki í heimsmynd æðstaklerksins Khomeinis. Þar leyfist manninum ekki að mistakast. Aga Djan segir við konu sína: Við stöndum frammi fyrir greinilegri kúvendingu í hugsunarhætti fólksins. Það gerast atburðir sem væru óhugsandi undir venjulegum kringumstæðum. Fólk er reiðubúið að gera hræðilegustu hluti. Líttu bara í kringum þig, allir hafa breyst. Allir eru óþekkjanlegir og þegar nánar er að gáð er óvíst hvort menn hafi verið að setja upp grímuna eða einmitt að taka hana ofan. (Bls. 330–331) Ofan í þetta blandast firringin sem fylgir stríðinu við nágrannaríkið Írak. Þar hófst það sem Magnús Þorkell Bernharðsson Miðausturlandasérfræðingur hefur kallað stofnanavæðingu píslarvættisins. Menn voru markvisst ráðnir til þess að deyja á vígvellinum, hlaupa með sprengjur um sig miðja inn í víglínur Írakanna. Mannslíf voru skotfæri íranska hersins. Eftir átta ára blóðbað lýstu bæði Khomeini og Saddam Hussein yfir sigri, en báðir höfðu tapað. Ekkert hafði unnist. Landamærin voru óbreytt og leiðtogar beggja landa sátu sem fastast. Þeir sem höfðu barist gegn keisaranum snerust fljótt gegn æðstaklerkinum og andspyrnan hélt áfram. Höfundur Húss moskunnar tók þátt í andspyrnu- hreyfingunni þar til hann flúði land árið 1985 og fékk hæli í Hollandi þremur árum seinna. Margir vina hans voru fangelsaðir og teknir af lífi. Fornöfn tveggja þeirra tók hann síðar upp sem höfundarnafn: Kader Abdollah. TMM_3_2009.indd 17 8/21/09 11:45:28 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.