Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 63
TMM 2009 · 3 63 N g ũ g ĩ wa Th i o n g h ’o Ngũgĩ var samviskufangi Amnesty Internation- al og hefur hann lýst fangavistinni í bók sinni Detained: A Writer’s Prison Diary. Mikilvægasta ákvörðunin sem hann tók þar var sú að hætta að frumrita skáldverk sín á ensku og nota þess í stað móðurmálið, gíkújú. Íslendingi þykir þetta kannski sjálfsagt mál, en það er vitaskuld ekki svo, bæði þegar litið er til fyrri tíðar og samtímans. Íslend- ingar fagna nú Degi íslenskrar tungu á afmælisdegi skáldsins sem hafði kannski mest áhrif í þá átt að við notum enn íslensku til margra verka hér á landi, en það var langt frá því að vera sjálfsagt mál, þá sem nú. Margir íslenskir höfundar rituðu á dönsku eða öðrum málum við upphaf 20. aldar og voru þannig í nákvæmlega sömu stöðu og kenískir höf- undar voru upp úr miðri 20. öld þar sem embættismál nýlendunnar var ekkert af móðurmálum íbúanna heldur enska. Á sama hátt var heldur ekkert sjálf- gefið að móðurmálin tækju við þegar keníska ríkið öðlaðist sjálfstæði og er ekki enn. Ákvörðun Ngũgĩs, sem við sama tækifæri breytti nafni sínu úr hinu ensku- skotna James Ngugi, ber að skoða í því ljósi að hann var þegar verðlaunaður og vel þekktur höfundur leikrita og skáldsagna á ensku; hann var því ekki að skipta um tungumál til ná einhverjum frekari frama, en hann treystir á þýð- ingar til að viðhalda útbreiðslu verka sinna og annast enskuþýðingarnar sjálf- ur. Fyrsta skáldsaga hans á gíkúju var rituð að hluta á salernispappírinn í fang- elsinu og heitir Caitaani mũtharaba-Inĩ (Kölski á krossinum) og kom hún út 1981. Hún varð endanlega til þess að honum var ekki óhætt lengur í heima- landi sínu eftir að honum var sleppt og hefur hann dvalið í útlegð eftir það, að undanskilinni stuttri heimsókn 2004, en þá var ráðist með ofbeldi á hann og konu hans á dvalarstað þeirra. Ngũgĩ fæddist 1938 í Keníu og gekk þar í skóla uns hann fór í Makerere- háskólann í Kampala í Úganda. Hann upplifði Keníu sem breska nýlendu, hið svokallaða Mau Mau-frelsisstríð 1952–1962 og ný-nýlenduna sem við tók þegar Kenía öðlaðist sjálfstæði. Hann gaf út fyrstu skáldsögu sína á ensku, Weep not, Child, árið 1964, en hafði vakið nokkra athygli fyrir fyrsta leikrit sitt, The Black Hermit, sem sýnt var í þjóðleikhúsi Úganda árið 1962 meðan hann var enn stúdent við háskólann. Eitt áhrifamesta verk Ngũgĩs er þó án vafa Decolonizing the Mind („Afný- lendun“ hugans, 1986), bók þar sem hann leitast ekki aðeins við að skýra pers- ónuleg sinnaskipti sín gagnvart tungumálinu, heldur setur málið í miklu stærra samhengi. Í raun má líta á hana sem yfirlýsingu um rétt afrískra mála í menningarheimi samtímans, ákall til Afríkubúa að hlúa að móðurmálum sínum með því að nota þau til tjáningar og sköpunar.1 Hann er vissulega ekki fyrstur til að rita slíkt ákall, kannski má segja að hið fyrsta af þeim toga hafi verið ritað af skáldinu og fræðimannum Dante Alighieri þegar á fjórtándu öld TMM_3_2009.indd 63 8/21/09 11:45:32 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.