Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 141
TMM 2009 · 3 141 Á d r e pa þegar höfundurinn fæðist og lítil hætta á að hann sé svo nálægur því að hann sé blindur á alla lesti þess og vankanta. 7. En þó að Ísland sé væntanlega ekki lengur „ættarsamfélag“ eimir enn eftir af hugsunarhætti þess og ein rökleiðsla úr ættarsamfélaginu er þessi: sá höfundur sem skrifar um ættingja sína hlýtur að sjálfsögðu að standa með þeim og verja orðstír þeirra sem er þá jafnframt hans eigin. Slík rökleiðsla fellur þó síður að sjálfsvitund nútímans og ekki þarf að leita langt að höfundum sem telja sér alls ekki skylt að verja heiður ættarinnar heldur skrifa fremur í þeim tilgangi að „jafna um“ ættingja sína, eins og dóttir leikkonunnar Joan Crawford. Algeng- ara er þó sem betur fer að höfundar leiti fremur sannleikans og segi kost og löst á eigin fólki. Það ætlaði höfundur Vonarstrætis sér í sinni skáldsögu. 8. Á hinn bóginn er sjónarhorn Vonarstrætis einnig bundið að mestu við aðalpersónurnar, aðallega Theodóru Thoroddsen. Það getur valdið því að hún stjórni sjónarhorni lesenda einnig, einkum ef þeir gæta sín ekki. Hvers vegna var sjónarhorn svona takmarkað í þessari sögu? Því er ekki auðvelt að svara skynsamlega nema á þann fremur ódýra hátt að höfundurinn sjálfur er hand- genginn takmörkun sjónarhorns og fannst það aga söguna en á þeim sömu forsendum gerist sagan mestöll árið 1908. Ætlunin var ekki að rekja sögu þess- ara hjóna heldur einnar tiltekinnar utanlandsferðar þeirra til Kaupmanna- hafnar. Þessi tiltekna utanlandsferð reynist þó leiða að ýmsu öðru og í raun felur hún í sér aðra og miklu víðfeðmari sögu. Flestir skáldsagnahöfundar trúa því eflaust að í sögu sem bundin er við stað og tíma megi einmitt fanga almennan og víðfeðman sannleik; það er ein forsenda iðju þeirra. Skáldsaga getur verið list hins smáa og þar er þá reynt að láta fremur einfalda sögu um eina miðaldra konu sem fór til útlanda frá tólf börnum árið 1908 snúast um Ísland, frelsi, sjálfstæði, hjónaband, uppreisn, ást, sorg, keppni, framfaratrú, stjórnmálamenningu og þá djúpu hryggð sem skapast af því að maðurinn er aldrei einn en þó alltaf einn. 9. Þar sem sjónarhorn er takmarkað í Vonarstræti og Theodóra þar með mjög fyrirferðarmikil í frásögninni gefur augaleið að sjónarmið beggja aðila í deil- unni um millilandafrumvarpið fá ekki jafnt vægi. Þar með er þó ekki sagt að lesendur séu knúnir til þess að falla fram og tilbiðja söguhetjurnar heldur gæti nákvæmur lestur sögunnar leitt í ljóst veigamikla skapbresti og galla þeirra beggja. Gunnar Karlsson kallar Vonarstræti „hetjusögu“ en ekki er víst að nákvæmari lestur á bókinni staðfesti þá túlkun hans. Höfundinum sjálfum finnst sagan þvert á móti rituð undir þeirri stefnu að pólitískar „hetjur“ séu oft hversdagslegt fólk með jarðbundnar sorgir og þrautir. Margir lesendur hneigj- ast að vísu til að standa þétt með aðalpersónum í bókum sem þeir lesa og láta galla þeirra lönd og leið; það hefur líka hent með Vonarstræti. 10. Óneitanlega er höfundi sem ætlaði sér að setja saman skáldsögu nokkur TMM_3_2009.indd 141 8/21/09 11:45:39 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.