Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 33
M á n a s t e i n n , M u n c h o g e x p r e s S J Ó N i s m i n n TMM 2015 · 1 33 hans eins og kvikasilfur, rautt sem varir hennar, rautt sem mótorhjólið hennar, rautt sem ólgandi blóð hans. Og rauður litur klútsins er eini liturinn sem skiptir hann máli í nótt, rauð er veröld hans öll. (bls. 15–16) Hér er jafnvel gefið í skyn að rauði liturinn tákni það sem skiptir Mána Stein mestu máli. Það virðist eins og liturinn standi fyrir það sem vekur með honum tilfinningar og snertir hann innilega. Þetta er litur sem táknar líf í honum, ólgandi líf í æðum hans. Rauðar varir Sólu Guðb- gefa honum innblástur og rauði klúturinn, sem hann fær frá henni og sem kemur aftur og aftur við sögu, veitir honum stuðning og öryggi. Það er eins og öll ástríða hans sé sameinuð í þessum lit. En rauði liturinn kemur líka við sögu í fleiri blæbrigðum. Höfuð drengsins sem hann dreymir að hann hafi fundið í kistlinum er „hrokkinhært og rauðbirkið“ (bls. 17). Þegar Máni Steinn hittir útlendinginn sem honum þykir sérlega vænt um, eins og kemur fram síðar í sögunni, þá er hárið hans „dumbrautt“ og ástvinur hans segir þá: „Auburn moon, harvest moon …“ (bls. 27). Þetta er heiti á fullum mána sem birtist nærri haustjafndægri og er rauðbrúnn á litinn, einmitt eins og Máni Steinn. Rauður er litur sem gefur í skyn líf í annars rökkvaðri sál þar sem svartir vængir ólmast (bls. 115). Jafn- vel eru neglurnar á gráfölum fingrum deyjandi stelpunnar purpurarauðar, eins og þetta sé síðasta tákn lífsins í henni áður en hún andast úr spænsku veikinni (bls. 75). Blóðið sem sprettur fram úr Mána Steini og dumbrauðir smáfuglar sem hann sér í sótthita (bls. 63), allt það rauða sem langar að berjast fyrir lífi sínu og lifa af. Expressjónistar notuðu ýkta liti til að magna tilfinningar og ekki síður notuðu þeir rauðan lit með áberandi hætti til að leggja áherslu og koma tjáningu á framfæri. Munch gerði þetta ósjaldan sjálfur. Í málverkinu „Blóðsuga“ er hár blóðsugunnar slegið og rautt og hún faðmar manninn að sér og samtímis rammar hárið hennar inn kossinn. Rauða hárið hefur verið túlkað sem tákn um kynæsandi spennu sem persónurnar finna fyrir undir áberandi skugganum.28 „Madonna“ rís með líkum hætti yfir áhorfandann með rauðan geislabaug á höfði og rauðar strokur í kringum sig sem styðja hreyfingar hennar. Hún er lífið sjálft persónugert. Hún geislar af lífi í nautn sinni og hún býr til líf á þessu getnaðaraugnabliki. Texti einn eftir Munch lýsir andrúmsloftinu vel: Andlit þitt rúmar allt ástríki heimsins – Það rennur Mánaskin yfir Andlit Þitt sem er fullt af Jarðneskri Fegurð og Sársauka Því núna er það Dauðinn sem réttir lífinu Höndina og keðja hnýtist milli Ættanna þúsund sem eru dauðar og Ættanna þúsund sem eru væntanlegar.29 Mikilvægi rauðs litar í tjáningu Munchs sést líka í málverkinu „Dauða móðirin og barnið“. Eins og í öðrum málverkum hans sem lýsa dauðanum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.