Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 42
G í s l i S i g u r ð s s o n 42 TMM 2015 · 1 er um landið, gripum sem fólk átti, eins og þekkt er í öllum fjölskyldum, siðum, í kringum matargerð og hátíðir margs konar, mönnum sem bar á góma við ættfærslur eða almennar samræður, og hvers konar málefnum. Slíkar sögur hafa verið sagðar á ólíkum heimilum innan ólíkra fjölskyldna, þjóðfélags- og vinahópa um allt land og kannski við einhverjar opinberar aðstæður, á þingum og öðrum mannfundum, allt upp í það að vera form- legar frásagnir atvinnumanna í munnlegri orðlist á borð við hirðskáldin. Hugsanlega hafa einhverjar ættartölur verið skráðar á tólftu öld eins og Fyrsti málfræðingurinn segir vera tískubólu á seinni hluta aldarinnar, en ekkert slíkt hefur þó varðveist og varðandi umfang slíkra ritheimilda ríkir mikil óvissa. Slíkt efni hefur heldur ekki verið þekking á landnáminu sjálfu heldur þekking eða minning um ættartölur og frásagnir sem fólk hefur heyrt frá öðrum, frá kyni til kyns. Og þær sögur hafa hvað eftir annað mátt þola hinar síbreytilegu aðstæður sem öllu efni í munnlegri geymd eru búnar. Þegar reynt er með þessum hætti að gera sér í hugarlund hversu mikið torleiði það hefur verið fyrir vitneskju um landnámstímann á Íslandi á níundu og tíundu öld að rata eftir slóðum munnlegrar hefðar á bækur sem voru skrifaðar í kringum 1300, er varla nema von að mörgum fallist hendur og kjósi helst að slá striki yfir allt saman og segja sem svo: Þessar landnámur okkar geta ekki með nokkru móti talist áreiðanlegar heimildir um landnám Íslands. Og það er alveg rétt. Aðalatriði nærri lagi En þar með er ekki nema hálf sagan sögð. Einhvern veginn vissu þeir Sturla og Haukur að hingað hafði fólk ekki bara komið frá Noregi, eins og þeir hefðu mátt ætla ef Ari fróði hefði verið þeirra helsta heimild um landnám úr Noregi og að fólk hefði farið frá Íslandi til Grænlands undir lok tíundu aldar – og Vínlands skömmu síðar. Sturla og Haukur vissu að fólk hafði ekki síður komið frá Bretlandseyjum eins og nú hefur loksins verið staðfest með rannsóknaraðferðum erfðafræðinnar (og hafði raunar áður verið ályktað um af rannsóknum á sögulegum heimildum og bókmenntalegum áhrifum). Þeir Sturla og Haukur vissu líka að fólk hallaðist ýmist til norrænnar heiðni eða kristni frá Bretlandseyjum. Og allir vissu þessir höfundar að hér höfðu verið papar, eins og höfundar á Bretlandseyjum vissu einnig, og nú hafa verið tímasettar fornminjar um í Seljalandshelli – eins og Kristján Ahronson skrifar um í væntanlegri bók sinni frá háskólaforlaginu í Toronto: Into the Ocean: Vikings, Irish, and environmental Change in Iceland and the North. Sýn Sturlu og Hauks á fortíðina er þannig í veigamiklum atriðum hin sama og sú sem fornleifafræðin getur teiknað upp. Það furðulega er að höf- undar á tólftu og þrettándu öld höfðu enga fornleifafræði að grípa til heldur var öll þeirra þekking að þessu leyti bundin við munnlega frásagnarhefð – með sífelldum fyrirvara um áreiðanleika slíkrar hefðar. Því er ógjörningur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.