Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 50
Þ o r s t e i n n Þ o r s t e i n s s o n 50 TMM 2015 · 1 réttarbætur til handa blökkumönnum og minnihlutahópum. Eitt afar mikil- vægt einkenni tímanna er rétt að nefna enn, sumsé það fyrirbæri í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari sem kallað hefur verið baby boom.8 Ungu fólki á skóla aldri fjölgaði mjög á Vestur löndum á sjöunda og áttunda áratugn um, háskólar tóku stakka skiptum, nem endum fjölgaði ár frá ári og voru yfirleitt mun róttækari en áður hafði tíðk ast. Í kjölfarið fylgdi svo meiriháttar theory boom í bókmenntafræðum! Með nokkrum sanni má segja að í kenningahvörfunum hafi falist það sem Nietzsche kallaði Umwertung aller Werte, eða endurskoðun allra gilda. Upptök breytinganna voru pólitísk og látið var í veðri vaka að svo væri enn löngu eftir að baráttan var að verulegu leyti farin að snúast um feita tékka. 5 Spurning sem bókmenntafræðingur og ritskýrandi við upphaf 21. aldar hlýtur að velta fyrir sér má orða svo: Hvaða beina gagn hefur hann af kenn- ingum formal isma, strúktúralisma, sálgreiningar, marxisma, femínisma, post-strúkt úral isma og af byggingar, söguhyggju eldri og yngri, síðnýlendu- fræði, menn ingar fræða osfrv. við rannsókn á nokkrum ljóðum frá fyrrihluta tuttugustu aldar á Íslandi? Mín skoðun er sú að óvarlegt sé að hafa ekki all- góð kynni af þessum straum um. Það sé þó mjög misjafnlega brýnt og sumt skipti engu máli. Mun gagn legra er, að mínum dómi, að hafa góð kynni af samanburðar bókmenntum og evrópskri bók mennta sögu gamalli og nýrri, að ekki sé nú talað um þokkalegt næmi á bók menntir. Ég er sannfærður um það fyrir mitt leyti að bók menntaumfjöllun og ritskýring af því tagi er mikilvægari en kenninga smíð eða tilvísun til kenni manna. En þetta eru að sjálfsögðu atriði sem hver og einn verður að gera upp við sig. Er þá teoríutímabilið að baki? – Það er nú eflaust ofmælt en High Theory- tímabilið, sem svo er kallað á ensku, er löngu liðið. Snöggtum minna líf er í teoríutuskunum en fyrir aldarfjórðungi eða svo. Og um síðustu aldamót kom út hver bókin eftir aðra með orðin After Theory eða ámóta kveðjuheiti í titli eða undirtitli.9 Meðal annars ein eftir sjálfan kenningapáfann Terry Eagleton, sem álasaði þar Teoríu meðal annars fyrir að hafa vanrækt ýmis mikil væg vandamál manna, siðferði leg og önnur sem skipti okkur öll höfuð- máli í lífinu, svo sem ást, trú, hið illa, þjáningar, dauðann; ellegar sann leik, hlutlægni, rétt sýni; og bætti því við að þetta væri nú býsna stór sneið mann- legrar tilveru.10 Bandaríski kvenna sögu fræðingurinn Elaine Showalter svar- aði Eagleton í alllöngu máli og spurði meðal annars: Skyldu ekki bókmennt- irnar sjálfar fremur en kenningar geta veitt okkur hjálp þegar spurningar sem þessar leita á huga okkar?11 Hér er greinilega komið að mikilvægu máli. Einn helsti ágalli teoríutíma- bils ins var að líkindum ónæg áhersla á gildi bókmennta. Lítt var spurt: Hvaða ágóða höfum við af því að lesa góðar bækur? Siðbætandi inntak
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.