Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 59
„ H ú s i n e r u e i n s o g o p i n b ó k “ TMM 2015 · 1 59 og dæmin sýna: „Að byggingin sé í smekklegum stíl, þannig, að þroskuðum mönnum sé ánægja að horfa á hana, eins og fallega sveit, eða hugnæmt listaverk“.27 Einkunnarorðin „smekkleg“, „þroskuðum mönnum“, „falleg sveit“, „hugnæmt listaverk“, segja margt um viðhorf til vensla fagurfræði, siðferðis og sjálfstæðis á þessum tíma – eða að minnsta kosti Jónasar eins og þeir sem þekkja umfjöllun hans um myndlist kannast við.28 Í huga Jónasar liggur óslitinn þráður milli þessara þátta og maður gæti ímyndað sér hann hugsa sem svo að menn sem koma úr sveitinni og séu ekki óþroskaðir, eða hreinlega þroskaheftir, kunni ávallt að meta hús sem minni þá á átthagana.29 Síðasta boðorðið, að „byggingin færi [svo] vel í umhverfinu, hæfi náttúru og veðurfari þess lands, þar sem hún er reist“ gerir lítið annað en að styrkja mann í þeirri trú.30 Um kynni Jónasar frá Hriflu og Guðjóns Samúelssonar frá Hunkubakka; hvernig þeir urðu starfsbræður og vinir og goðsagan um Steypu-Gauja varð til Jónas frá Hriflu var einn af mikilvægustu hugmyndafræðingum íslenskrar þjóðernisstefnu á þriðja áratugnum og átti eftir að vinna náið með Guð- jóni bróðurpart starfsævi hans.31 Þeir urðu miklir vinir, enda létu þeir sér annt um svipuð málefni. Dóttir Jónasar lét hafa eftir sér að báðir hefðu þeir „brennandi áhuga á að byggja hús svo að fólkinu liði betur á Íslandi“.32 Jónas kunni að meta „viðhorf Guðjóns og gerðist málsvari hans á pólitískum vett- vangi“, og „studdi leit Guðjóns að þjóðlegum byggingarstíl og starf hans sem húsameistari ríkisins, en Guðjón var að sínu leyti ótrauður að beita list sinni í þágu þjóðernishreyfingarinnar“.33 Eins og fyrr segir áttu þeir Guðjón eftir að vinna náið saman á næstu árum og það er alls ekki útilokað að sú þjóðernislega rómantík sem birtist í verkum Guðjóns upp úr og kringum 1930 hafi runnið undan rifjum Jónasar. Ef ekki, þá væri að minnsta kosti ekki fráleit ágiskun að telja hana hafa styrkst eftir samfund þeirra. Sjálfur segir Guðjón það hafa verið sérstaka ánægju fyrir sig að hafa „átt um langt skeið samvinnu við hann, sem alltaf hafði vakandi áhuga á byggingarmálum landsins, bæði hinni hagnýtu hlið og formsins kröfum“ og að byggingarnar sem Jónas lét reisa í stjórnartíð sinni hafi borið „vott um stórhug sem vér Íslendingar höfum ekki átt að venjast“.34Af þessu er ekki annað að sjá en Guðjón hafi gert byggingar í „smekklegum stíl, þannig að þroskuðum mönnum“ hafi verið ánægja að horfa á. Fyrir utan téðan stór- hug Jónasar er hann á meðal fyrstu manna til þess að benda á þjóðlega drætti í verkum Guðjóns og var óþreytandi að kynna verk hans í blöðum og svara fyrir hann á opinberum vettvangi. Ítarlegustu heimildir um Guðjón, sem eru almenningi aðgengilegar, eru allar runnar undan rifjum Jónasar.35 Guðjón var hluti af svokallaðri aldamótakynslóð Jónasar, sem gerði sér lítið fyrir og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.