Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 60
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n 60 TMM 2015 · 1 skrifaði bók um Guðjón þar sem honum er hampað sem brautryðjanda og frelsishetju.36 Jónas vinnur Íslenska byggingu upp úr kafla sem birtist í Fegurð lífsins, þar sem hann ritar „um fagrar listir og skáldskap“ frá 1919 til 1940.37 Í bókinni leggur Jónas sitt af mörkum til þess að setja Guðjón í samhengi við hóp lista- manna – aldamótakynslóðina – sem mun samkvæmt Jónasi eiga það sam- eiginlegt að vera staðráðinn í að gera „Ísland með sterku samstilltu átaki að nútíma menningarlandi, án þess að glata dýrum sögulegum verðmætum“.38 Þennan hóp skipuðu menn á borð við Þórarin Þorláksson, Einar Jónsson, Ásgrím Jónsson, Kjarval, Gunnlaug Blöndal, Ríkarð Jónsson og Guðjón Samúelsson. Samkvæmt Jónasi voru þessir menn allir brautryðjendur á sínu sviði og áttu það sammerkt að vera „fæddir upp í byggðum landsins“ þar sem þeir fengu „þjóðlega heimilismenntun, en litla eða enga skólagöngu“.39 Skrifin eru sýnilega lituð af söguskoðun og pólitískum markmiðum þess sem bókina ritar og andstæðingar létu sér fátt um finnast. Til að mynda birtist gagnrýni um bókina í Þjóðviljanum þar sem því var haldið fram að „ritsnilld Jónasar frá Hriflu“ hafi „hvort sem er alltaf verið 45% þjóðsaga“.40 Í meginatriðum inniheldur saga Guðjóns, eins og hún birtist lesendum af Jónasar hendi, alla frásagnarliði kolbítsævintýris. Í frásögn Jónasar elst Guðjón upp við þrengingar og lítil efni en með stefnufestu og elju, undarlegu „samblandi af frosti og funa“, brýst hann til frægðar. Það er rakið að Guðjón hafi skapað „íslenzka list í samræmi við sögu og menningu þjóðarinnar, eðli landsins og lífskjör fólksins“.41 Frásaga Jónasar er samansett úr ákveðnum vörðum sem marka leiðina frá því að hlutskipti Guðjóns ræðst strax í barnæsku, þar til hann uppfyllir örlög sín sem húsameistari ríkisins. Sundurliðuð lítur sagan nokkurn veginn svona út eins og hún kemur fyrir í Fegurð lífsins: 1. „Foreldar Guðjóns voru bláfátæk“ (295) 2. Guðjón fær köllun strax í æsku og tekur að móta hallir úr leir: „Einni húsmóður hans þótti smalanum sækjast seint að safna kvíánum og vandaði um. Drengur- inn gat enga skýringu eða afsökun gefið, því hann þorði ekki að segja hvað dvaldi hann. Þegar hann rakst á flög með hentugum leir, byrjaði hann að gera hús og hallir úr leirnum, og tafðist tíminn á þann hátt“ (295–296). 3. Lærifaðir hans Þorsteinn Erlingsson sér listræna hæfileika piltsins og hvetur hann til frekara náms. 4. Faðir hans neitar honum um listnám en beinir í húsagerðarnám í öðru landi. 5. Í Kaupmannahöfn er honum neitað um inngöngu. Skólastjórinn sagði að „Íslendingar þyrftu ekki að læra húsagerðarlist“ (296). 6. En Guðjón gefst ekki upp. Hann kemst í Listaakademíuna en þarf þó enn að takast á við prófraun því hann vill byggja úr íslensku efni en ekki dönsku, fyrir íslenskar aðstæður, ekki danskar. „Nyrop sagði, að Ísland væri dönsk hjálenda og bæri Íslendingum að byggja í sama stíl og Danir“ (297). 7. Guðjón kemst yfir alla hjalla og útskrifast með fyrstu einkunn. 8. Guðjón snýr heim til þess að láta landið njóta góðs af þekkingu sinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.