Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 9
Þ j ó ð í l e i t a ð þ j ó ð s ö n g TMM 2016 · 3 9 eftir Dana, Valdemar Schiøtt, flautuleikara í dönsku hirðhljómsveitinni.25 Á þessum uppgangsárum íslenskra lagsmíða var það sérstakt kappsmál að lög við ættjarðarljóð væru íslensk en ekki fengin að láni utan úr heimi. „Það á ekki að setja útlend lög við íslenzk kvæði: við eigum að semja lögin sjálfir“ er haft eftir Helga Helgasyni tónskáldi og annar vitnisburður um metnað í þá átt er Íslenzkt söngvasafn sem Sigfús Einarsson gaf út á árunum 1915–16.26 Sigfús samdi jafnvel sjálfur lag við Ó, fögur er vor fósturjörð, en það náði aldrei teljandi hylli.27 Ekki skorti tillögur að þjóðsöng á fyrstu árum 20. aldar þótt Ó, Guð vors lands nyti yfirburðastöðu. Flest þeirra laga sem nefnd voru í þessu tilliti upp- fylltu það grundvallarskilyrði að vera eftir íslensk tónskáld. Eitt er landið ægi girt er lag sr. Bjarna Þorsteinssonar við ljóð Matthíasar Jochumssonar, bæði að líkindum orðin til vorið 1898.28 Kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Þið þekkið fold með blíðri brá, var um aldamótin 1900 ýmist sungið við lag Helga Helga- sonar trésmiðs eða lag franska tónskáldsins André Grétry. Væntanlega hefur hið síðarnefnda ekki þótt fýsilegur kostur til þjóðsöngs fremur en áðurnefnd lög eftir þá Schiøtt og Weyse.29 Guðmundur Þorláksson bóndi á Korpúlfs- stöðum stakk upp á tveimur lögum til viðbótar í grein sinni sem áður er vitnað til, bæði við kvæði eftir Stephan G. Stephansson: Þótt þú langförull legðir og Vort helga land, vort heimaland.30 Óopinber staðfesting og hugmyndir um nýjan þjóðsöng, 1918–1944 Þörfin fyrir opinberan þjóðsöng varð fyrst knýjandi eftir að Ísland varð full- valda ríki árið 1918. Í Morgunblaðinu birtust árin 1919 og 1921 allítarlegar greinar þar sem Íslendingar eru hvattir til þess að fylkja sér um Ó, Guð vors lands sem þjóðsöng sinn. Í fyrri greininni segir að þjóðsöngur sá sem þjóðin hafi fram til þessa tileinkað sér – þ.e. Eldgamla Ísafold – hafi „að makleg- leikum verið þyrnir í augum margra“ og beri vott um frámunalegt smekk- leysi landsmanna. Fyrst og fremst er lagið, sem við hann er haft, langt frá því að vera fallegt, og kvæðið sjálft hefir enga þá kosti, sem slík kvæði þurfa að hafa. Það er æsingasöngur, ortur á æsingatímum, þegar deilan við sambandsþjóð vora var að brjótast út. Þar er farið niðrandi orðum um Dani og land þeirra, en okkar land hafið til skýjanna fyrir fegurð og yndisleik. Slíkt er óviðeigandi og fer í öfuga átt við það hlutverk, sem þjóðsöngvum er ætlað. Mér virðist, að þjóðin eigi í þjóðsöng sínum hvorki að lasta aðrar þjóðir né guma af sjálfri sér og landi sínu, því það gerir þjóðina hrokafulla. Hún einblínir á sjálfa sig sem hina einu réttmætu fyrirmynd, og land sitt sem hið fegursta í heimi, og álítur að þar við þurfi engu að bæta. Ég trúi því ekki, að þetta séu eiginleikar þjóðarinnar, en eiginleikar þjóðanna koma venjulega fram í þjóð- söngvum þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.