Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 10

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 10
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n 10 TMM 2016 · 3 Þjóðsöngurinn á að hafa göfgandi áhrif á þjóðina, benda henni upp á við í helgri framsóknarþrá eftir öllum þeim kostum, sem ein þjóð getur tileinkað sér. Hann á að lyfta huga hennar frá því hversdagslega, upp til heilagleikans. Kenna henni að þekkja það, sem gott er og fagurt.31 Greinarhöfundi þykir aðeins eitt lag koma til greina – hinn „alvöruþrungni og angurblíði lofsöngur“ Sveinbjörns og Matthíasar, fyrst og fremst vegna þess „hvað efni söngsins er háleitt og í öðru lagi vegna þess, að lagið við hann er íslenzkt og eitthvert það fegursta og voldugasta, sem íslenzk tónlist hefir framleitt.“ Í grein í Morgunblaðinu tveimur árum síðar var ítrekað að Ó, Guð vors lands væri þjóðinni „að efni og ómi … fyllilega samboðinn“ og hvatt til þess að hann hlyti opinbera staðfestingu sem fyrst, „svo að enginn þurfi að vera í vafa um það“.32 Eftir stofnun fullveldisins 1918 festist lofsöngur Sveinbjörns og Matthíasar smám saman í sessi en þó var málið enn á reiki hin næstu ár. Þegar Listvina- félagið hélt sína fyrstu sýningu haustið 1919 var Ó, Guð vors lands sungið við opnunina af kór undir stjórn Sigfúsar Einarssonar, og það hljómaði einnig á móttökuhátíð í Alþingishúsinu við komu Kristjáns X konungs til Íslands 1921.33 En við hátíðahöld á Lögbergi af sama tilefni söng þingheimur allur „þjóðsönginn, Eldgamla Ísafold“, eins og það var orðað í Morgunblaðinu, við undirleik hornaflokks.34 Árið 1924 var það orðað svo að Ó, Guð vors lands væri „í þann veginn að verða þjóðsöngur vor“, og ári síðar var lofsöngurinn sunginn í Vatíkaninu.35 Í febrúar 1927 andaðist Sveinbjörn Sveinbjörnsson í Kaupmannahöfn og má segja að andlát hans hafi orðið til að styrkja enn stöðu lagsins. Í eftir- mælum um Sveinbjörn voru tónsmíðaafrek hans tíunduð og lofsöngurinn talinn meðal hans bestu verka. Í Lögréttu sagði að lagið væri „jafnstórfeng- legt og háfleygt og kvæðið, svo að íslenska þjóðin eignaðist þar listaverk, sem kalla má ódauðlegt og var sjálfkjörið til þess að verða þjóðsöngur hennar við öll hin hátíðlegustu tækifæri.“36 Þrátt fyrir þessa samfylkingu um Ó, Guð vors lands leið ekki á löngu þar til aftur heyrðust efasemdarraddir um gagnsemi lagsins til fjöldasöngs. Árið 1929 harmaði ónefndur skríbent það að Ó, Guð vors lands væri af flestum talinn þjóðsöngur Íslendinga en að Eldgamla Ísafold væri „nú lögð á hill- una“, og þótti auðsýnt að hér hefði fyrst og fremst komið til hörgull á góðum íslenskum lögum að velja úr: Þjóðsöngur þarf að vera þannig að hver maður, sem ekki er laglaus, geti sungið hann. En þegar á að fara að syngja „Ó, Guð vors lands“, þá eru svo að segja allir lag- lausir! Þegar útlendingar á milliferðaskipum biðja Íslendinga, sem eru að syngja, að þeir syngi þjóðsöng sinn, þá er allt eins oft að þeir treysta sér ekki til þess. En reyni þeir það, þá springa þeir vanalega einu sinni eða tvisvar, áður en mátulega hátt er byrjað!37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.