Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 12

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 12
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n 12 TMM 2016 · 3 Laxness. Hann vildi ólmur afstýra því að Ó, Guð vors lands yrði þjóðsöngur hins nýja lýðveldis og tiltók ókosti lags og texta í grein sem birtist í Tíma- riti Máls og menningar í byrjun árs 1944. Kvæði Matthíasar sagði hann vel hafa þjónað hlutverki sínu sem „hátíðlegt bænarandvarp“ árið 1874, en hann fann að inntaki þess svo og tónsviði lagsins sem væri óhæft til söngs fyrir almenning. Ó, Guð vors lands er sannarlega víðfeðm laglína, spannar fjór- tán tóna í skalanum frá lægsta tóni til hins hæsta. Því er þó svipað farið um ýmis önnur lög sem eru á hvers manns vörum. Bandaríski þjóðsöngurinn spannar tólf tóna svo og skoska þjóðlagið Auld Lang Syne. Þykir þó hvorugt sérlega torsungið. Megingalli lofsöngsins var þó að mati Halldórs Laxness ekki tónsviðið, heldur þótti honum lag Sveinbjörns ekki nægilega íslenskt: Á okkar tímum, þegar hafning sannþjóðlegra menningarverðmæta til æðra forms er boðorð dagsins, finnst oss sem ofmjög beri í þessu lagi á andspyrnunni gegn íslenzkri tónmenning fortímans, en slíkt þarfaverk þótti að leggja hana fyrir róða á 19. öld, að þeir menn hafa verið tignaðir brautryðjendur, sem þá tókst að drepa íslenzkan kirkjusöng og innleiða danskan á Íslandi. […] Þótt Ó, guð vors lands hafi sérstaka fegurð til að bera ef það er flutt á hálistrænan hátt, skortir það öll einkenni íslenzks lags.42 Satt er það að lofsöngurinn er, rétt eins og flestar tónsmíðar Sveinbjörns, fremur í ætt við þýsk-danska rómantík en það sem kalla mætti þjóðlegan íslenskan stíl. Halldór hvatti til þess að á því ári sem þá færi í hönd, sjálfu stofnári lýðveldisins, gæfu íslensk skáld og tónsmiðir landi sínu nýjan þjóð- söng, lag sem væri „einfalt, sterkt en þó þokkafullt, helgað landi, þjóð, sögu og framtíð“. Ekki var mikið rætt um kosti og galla þjóðsöngsins á fyrstu áratugum hins nýja lýðveldis. Sú umræða kviknaði fyrst á sjöunda áratugnum. Árið 1964 ritaði Erlendur Jónsson, bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins, heil- síðugrein í blaðið þar sem hann fann þjóðsöngnum flest til foráttu. Sálmur Matthíasar væri tækifæriskveðskapur og sem slíkur óhæfur sem þjóðsöngur, lag Sveinbjörns „drungalegt og þó gersneytt tragískri fegurð“. Góður þjóð- söngur ætti að vera „hressilegur og örvandi og minna á mátt þjóðarinnar, en þegja um vanmátt hennar“. Erlendur hvatti til þess að samið yrði nýtt lag við nýjan texta, því að þjóðin ætti tugi góðra skálda og einnig snjalla tónsmiði sem biðu tilefnis að kveða um ættjörðina.43 Á öndverðri skoðun var Leifur Þórarinsson tónskáld sem sá sig knúinn í viðtali árið 1967 til að „andmæla þeim mönnum, sem eru sýknt og heilagt að fjargviðrast út af þjóðsöngnum“. Að mati Leifs var þjóðsöngurinn „glæsilegt lag, gætt þeim hátíðleika, sem þjóðsöngvar skulu hafa, og fáránlegt að hafna honum. En hann er náttúru- lega ekki militermars.“44 Nóbelsskáldið lét aftur að sér kveða síðla árs 1982, þá með stórri grein á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.