Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 13
Þ j ó ð í l e i t a ð þ j ó ð s ö n g TMM 2016 · 3 13 miðopnu Morgunblaðsins sem óneitanlega vakti athygli. Þar viðraði hann þá túlkun sína að sálmurinn Ó, Guð vors lands væri „únítarískur lofsaungur um sköpunarverkið“ og ítrekaði að lagið væri gagnslaust til almenns söngs: Til að koma Guði vors lands til skila sem vert væri útheimtist kirkja með lærðum kantórum, háum hvelfíngum, og titrandi bergmáli í hvelfíngunum. Íslendíngar hafa nú verið að sprínga á þessu meistarastykki síðan 1874.45 Pétur Pétursson brást við og andmælti fullyrðingum Halldórs um únítarisma Matthíasar í kvæðinu, en enginn kom lagi Sveinbjörns til varnar í þetta sinn.46 Tímasetningin á grein Halldórs var varla tilviljun. Í nóvember 1982 var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp að lögum um þjóðsöng Íslendinga og var það samþykkt skömmu síðar. Næst dró til tíðinda í þjóðsöngsmálum árið 1994, skömmu áður en haldið var upp á fimmtíu ára afmæli lýðveldisins. Þá sló Svavar Gestsson alþingis- maður, sem átti sæti í þjóðhátíðarnefnd, fram þeirri hugmynd óformlega við nokkra nefndarmenn hvort rétt væri að skipta um þjóðsöng.47 Hugmyndin rataði í blöð og nokkur umræða varð um málið í samfélaginu. Nú fóru menn aftur að velta fyrir sér hvaða kostir væru í stöðunni ef velja ætti nýjan þjóð- söng og einn greinarhöfundur minnti á Hver á sér fegra föðurland, lag sem væri jafngamalt lýðveldinu.48 Þessi umræða dró dilk á eftir sér. Árið 1996 lögðu nokkrir þingmenn fram þingsályktunartillögu um að tekinn yrði upp eins konar varaþjóðsöngur sem væri „aðgengilegri í flutningi og hentaði betur til almennrar notkunar, svo sem í skólum, á íþróttakappleikjum og við önnur svipuð tækifæri“, eins og það var orðað. Stungið var upp á ýmsum lögum en einnig þótti koma til greina að efna til samkeppni um nýjan þjóðsöng.49 Nú lögðu fleiri orð í belg á síðum dagblaðanna en áður. Meðal annars stakk Guðmundur Andri Thorsson niður penna og tjáði þá skoðun sína að Ó, Guð vors lands væri „lag sem enginn getur sungið, við ljóð sem enginn skilur“, að hann hefði sem þjóðsöngur „ekki meiri merkingu en Attíkattínóa“. Í staðinn reifaði hann aðra þá kosti sem tíðast hafa verið nefndir, en fann öllum eitthvað til lasts: Land míns föður („formæðra okkar að engu getið“), Hver á sér fegra föður- land („ósmekklegur kveðskapur … þakklætið yfir því að vera stikkfrí meðan duna jarðar stríð tekur út yfir allan þjófabálk“), Ísland ögrum skorið („leir- burður“), og Ísland er land þitt („kántrílag“).50 Alþingistillagan frá 1996 sofnaði í nefnd en árið 2004 lögðu tveir vara- þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Sigríður Ingvarsdóttir og Hilmar Gunn- laugsson, það til á Alþingi að tekinn yrði upp nýr þjóðsöngur. Í blaðagrein lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að „þjóðsöngurinn sé auðlærður og auð- fluttur auk þess að vera óður til landsins okkar“.51 Þingmennirnir tiltóku tíu lög sem vel gætu komið til greina sem þjóðsöngur: Þú álfu vorrar yngsta land, Öxar við ána, Ég vil elska mitt land, Yfir voru ættarlandi, Sjá, dagar koma,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.