Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 21
É g v e r ð a l l t a f s v o h i s s a TMM 2016 · 3 21 var höfrungur – Skippý og Lassý. Þetta voru ráðagóð dýr og krúttleg. Hjá ömmu las ég Vippa-bækurnar, um lítinn kall sem var ólíkindatól. Svo las ég Íbúatalið á Akranesi 1979, þar kom fram hvar allir áttu heima og hvenær þeir fæddust. Ég fletti líka oft orðabókinni. Ég man ekki hvaða bækur voru mest í uppáhaldi en ég veit um tvær sem til eru heima, þar sem kjölurinn er rifinn svo sést í grisjuna, það eru Páll Vilhjálmsson eftir Guðrúnu Helgadóttur og gamla landabréfabókin þar sem heimurinn er appelsínugulur og fjólublár. Manstu eftir fyrstu bíómyndinni sem þú sást? Nei, en ég sá búta úr mörgum bíómyndum afþví amma og systir hennar unnu í miðasölunni í Bíóhöllinni, þær skiptust á um að vera í miðasölunni og sælgætissölunni og við systur fengum stundum að fara með og jafnvel að troða okkur inn í miðasöluklefann. Þar var svona sjötíu gráðu heitt og amma klædd í angórupeysu. Þar var líka svartur þungur sími sem fólk hringdi í til að panta miða. Ég fékk stundum að svara og það var svona: Gott kvöld, ég ætla að fá þrjá miða á sjöunda bekk fyrir miðju. Og hvert er nafnið? svaraði ég, setti svo miðana í hólf merkt upphafsstaf nafnsins. Það voru hólf með stafrófinu og miðarnir voru í rifblokkum. Við fengum stundum að merkja þá við borðstofuborðið hjá ömmu, eina sem við þurftum að fylla inn í voru númerin, því annað var prentað: bekkur 1 sæti 7 … Ég held ég hafi verið miða-sökker, safnaði líka Akraborgarmiðunum sem voru allavega litir, allt eftir virði þeirra, ein tegund appelsínugul, önnur græn, mið- ana gat maður notað í apótekaraleik – sem resept eða seðla. Ef bíómyndin var ekki bönnuð fékk maður að fara aðeins upp í stigann og sjá bút. Bíóhöllin er enn til sem betur fer, búið að gera upp salinn, Skagaleik- flokkurinn sýnir þarna og tónleikar eru haldnir. Hvort fannst þér skemmtilegra: bók eða bíó? Bækurnar alveg pottþétt en andrúmsloftið í kringum bíóið gagntók mig – ég man ekki eftir myndunum heldur umstanginu í kring sem nú er dálítið horfinn heimur. Hvernig barn varstu: óþekk, stillt? Það fór ekki mikið fyrir mér, ég gat dundað mér, það þurfti ekki mikið að skamma mig, mér fannst rosa djarft til dæmis að borða jarðarberja- duftið beint úr öskjunni, eða kakómaltið beint úr kassanum með skeið og án mjólkur – þú sérð – ég var ekki mjög háskaleg. Það var bara svo mikið að gera: það þurfti að slást við svo marga indjána úti í þessum móum – ind- jánarnir voru njólar – það þurfti að njósna um bílana í bænum, teikna fullt af myndum, búa til dulmál, halda mörgum heimum gangandi og það var ekki tími fyrir háskaleiki eða prakkarastrik. En svo getur verið að það hafi verið bara nógu háskalegt að hanga þarna í klettunum upp á eigin spýtur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.