Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 22
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 22 TMM 2016 · 3 Byrjaðir þú að skrifa þegar þú varst barn? Já, í rauninni, litlar sögur og líka afmælisvísur, alveg langt fram eftir aldri. Eftir því sem maður þjálfaðist varð asnalegt að gera bara eina ferskeytlu svo þetta urðu heilu bálkarnir. En ég sagði því starfi kurteislega upp, að vera afmælisskáldið, þá tóku reyndar við skírnarvísur. Núorðið geri ég þetta ein- staka sinnum. Það urðu skil þegar ég var átján, tvítug, þá myndaðist byrjun á því sem ég yrki núna. Eitthvað sem kveikti á vélinni? Það voru ritsamkeppnir í fjölbrautaskólanum og ég lenti í einhverju sæti og fékk bók eftir Gyrði Elíasson í verðlaun, það fannst mér geggjað spenn- andi. Og ég flæktist inn í skáldskapinn án þess það væri ákvörðun. Tungumálið hefur veitt þig í netið? Já, það er svo mikill segull, það bara gleypir mann með húð og hári. Gerist á þessum aldri. Hafa foreldrar þínir haft áhrif á bækurnar þínar? Kannski óbeint. Ég orti fyrsta óbundna og órímaða ljóðið mitt þegar mamma fór ung í stóra mjaðmaskiptaaðgerð og gaf henni ljóðið til hug- hreystingar. Það fjallaði um vorið og grásleppukarlana fyrir neðan húsið, um að allt yrði gott, hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Ég var sirka sautján. Þangað til hafði ég aðeins skrifað undir háttum, rímað og stuðlað, kloss- bundið, það eru áhrif frá pabba, mamma hans var hagmælt og orti mikið og pabbi hefur alltaf verið klappstýra rímsins. Allt í einu breyttist allt og það passaði mér ekki lengur að ríma. *** Varstu, ertu trúuð? Sko, ég á í nokkuð góðu sambandi við kirkjuna sem samfélag, mér finnst vænt um að vera í kirkjunni heima, í kringum jólin, þar sem allur bærinn er á sama stað, í sama hugarástandi og að heyra alla syngja saman, það gerir eitthvað mjög sérstakt fyrir mig. Ég hef ort nokkra sálma síðustu ár en þeir eru raunar efaslungnir og því meira sem ég hugsa um trúna sjálfa því meira missi ég móðinn. Maður kemst að mjög dapurlegri niðurstöðu hugsi maður þetta alla leið – en, já, – líklega hef ég innra trúarkerfi sem marsérar ekki saman við neitt annað viðurkennt kerfi, ég hef ákveðið skema. Það er ekkert víst að kirkjan samsamist því best, það er meira af menningarlegum ástæðum sem ég tengist kirkjum. Langafi minn var organisti, langamma mín sótti kirkju frá því hún var sjö ára þar til hún var níutíuogeitthvað, mamma er í sóknarnefndinni og svo framvegis. Ég verð alltaf svo hissa á að mannkynið getið komið sér saman um eina skoðun, ég skil ekki að í allri kristnisögunni hafi enginn sagt: Augnablik,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.