Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 29
É g v e r ð a l l t a f s v o h i s s a TMM 2016 · 3 29 Mér finnst hún vísa inn í bálkinn Blysfarir (2007), sem er eiginlega hvort tveggja ljóð og saga – jafnvel leikrit – og jafnframt ef til vill hafinn yfir form. Sú bók segir eiginlega allt sjálf, það er aðallega hægt að tala um formið, hvernig var að fara úr stuttum ljóðum í svona langa frásögn. Á hverri síðu eru ljóð sem enda á upptakti, ekki punkti, það er alltaf meira á leiðinni. Brúður (2010) er sorgleg ljóðabók og líka fyndin, dæmi um myndir úr ljóðunum: tengdamóðir einsog týndur lampaskermur … brúður eins og trúður … slörið nælt í mosann … óli krossbrá hellir blýi í augun … brúð- gumi æfir kossinn á spegli … og sama ár komu út sögur í bókinni Húfulaus her. Í Brúðum eru ljóðin afmörkuð en þematískt tengd, þar er ekki framvinda, eins og í Blysförum, ljóðin heita í raun öll Brúður, það væri hægt að setja: B1, B2. Þegar ég les upp úr henni, til dæmis í útlöndum, get ég gripið inn í hana hvar sem er, en í Blysförum verð ég að lesa upp nokkrar síður í einu, svona samfellu. Skáldsagan Stekk (2012) fjallar um unga konu sem undirbýr og sviðsetur stökk niður af svölum af mikilli nákvæmni. Það er ekki skemmtilegt að ætla sér að stökkva fram af svölum en ég held þetta sé skemmtileg saga, sjónarhorn stelpunnar er sérstakt og hún hefur frá mörgu að segja. Ég byrjaði að skrifa söguna í Barcelona – sem er undan- tekning frá því sem ég var rétt áðan að segja – því ég byrjaði á henni á sama stað og hún gerist og kláraði hana í Þýskalandi. Síðan hafa komið út ljóðabækurnar Bréf frá borg dulbúinna storma (2013) og Kátt skinn (og gloría) (2014), og í hinni síðastnefndu birtist þetta ljóð: Tíminn (serus adventus) Ég hengi ótal lítil ljós í háræðanetið fyrir jólin strýk ryk úr krikum svo dreg ég hárið frá og bíð komu barnsins eins og manneskjurnar hafa gert í milljón ár – – –
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.