Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 31
É g v e r ð a l l t a f s v o h i s s a TMM 2016 · 3 31 ég held það sé rangt, hún gæti það ef hana langaði til. Kannski er þetta ekki hugrekki, heldur áhugi. Hvar annars staðar vildirðu búa, sveit, staður, borg? Já, ég get alveg hugsað mér sveit, á aðgang að eyðifirði fyrir vestan og er þar stundum og borða það sem veiðist. Svo eru margar útlenskar borgir þar sem ég hef búið í styttri tíma og gæti hugsað mér að búa í lengri tíma: Zagreb, Berlín, Edinborg, Barcelona. Ertu kvöldsvæf, næturhrafn? Næturhrafn. Ertu ævintýragjörn, nýjungagjörn? Nei, ekki nýjungagjörn, mjög fastheldin, einhver mesta vitleysa sem ég hef gert er að fá mér snjallsíma, það var í síðustu viku, ég er sein, vil hafa gamla tækið eins lengi og það dugar, hvort sem það er vasadiskó eða talsími. Það er nýtnin frá Akranesi. Ævintýragirni er skilgreiningaratriði – jú kannski, ef maður hugsar um landakortið og sér staðina sem ég hef farið á, en nei, ef maður hugsar um fólk sem fer í hjálparstarf til Indlands. Hver er uppáhaldsmálsverðurinn þinn? Karbonaði, raspsteiktar lærisneiðar með sultu og sósu og öllu. Áttu þér uppáhaldssögupersónu? Jonathan Harker sem segir Drakúlasöguna, vegna þess hvað hann er lengi að fatta að þetta sé Drakúla, alltaf smá skelkaður en trúir ekki eigin augum. Svo þótti mér alltaf vænt um Nonna litla í Sjálfstæðu fólki sem talaði við eldhúsáhöldin. Ég neitaði að fara á leiksýninguna í Þjóðleikhúsinu um árið þegar ég frétti að búið væri að steypa honum saman við annan af bræðrum sínum og sleppa hinum þriðja. Uppáhaldspersónu í raunverulega lífinu? Ég biðst eiginlega undan að svara en segi samt amma Alda. Í henni er öll menning tuttugustu aldar, hún er bæði Hollywood og aðbúnaður aldraðra og allt þar á milli. Hún talar raunar um hina sem gamla fólkið, hún upplifir sig ekki sem ein af því. Karakterinn er sterkari en líkamlegt ástand, hún er fyndin, frumleg og á kostuleg tilsvör. Sumir lenda í því að karakterinn feidar út, inn í sjúkdóm eða ástand; það er svo þakkarvert þegar það gerist ekki. Áttu þér fyrirmynd? Fyrirmyndirnar eru höfundar sem gera engar málamiðlanir, hafa ákveðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.