Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 34
34 TMM 2016 · 3 Steinar Bragi Páfastóllinn Yfir morgunmatnum hafði ég kveikt á CNN þar sem Larry King tók við- tal við tvær konur. Þær héldu því fram að þær hefðu séð geimskip – ásamt þúsundum annarra – að kvöldi til utan við heimili sitt í Texas. Lítill feitur karl var til andsvara. Hann hafði aldrei séð geim-skip og virtist sannfærður um að öðrum væri það ómögulegt líka. Eftir stutt skoðanaskipti hlógu konurnar báðar og Larry glotti, litli karlinn hristi höfuðið, var súr og sagði að þær hefðu líklegast séð veðurathugunarbelg. Konurnar hlógu enn meira þar til Larry stoppaði þær og önnur þeirra endurtók: „Þetta sem við sáum var búmerang-laga. Á stærð við tvo eða þrjá fót- boltavelli, ekki lítinn loftbelg. Ég treysti mér til að þekkja muninn! Skipið var risavaxið og þögult, lyktarlaust, en það áhrifaríkasta í minningunni var að sjá eitthvað sem er svona stórt en samt þögult, skiljiði. Það var algjörlega þögult, þetta risastóra objekt. Stjörnurnar á himninum hurfu þegar það sigldi yfir okkur.“ „Þúsundir manna sáu þetta,“ sagði hin konan og kinkaði kolli. „Við vorum vissar um að sjá umfjöllun í fréttum daginn eftir. Við hringdum á flugvöll- inn til að athuga hvað þetta gæti verið en þeir sögðu að það væri bannað að fljúga yfir svæðið þar sem við búum og engar vélar ættu að vera þarna. Þá flettum við bara upp númeri hjá UFO-samtökum og tilkynntum hvað við sáum!“ „Hvað segirðu við þessu?“ sagði Larry og litli maðurinn birtist aftur á skjánum. „Ég held þær hafi rangt fyrir sér. Á þessu er eðlileg skýring, hvort sem það er loftbelgur eða eitthvert náttúrufyrirbrigði, veðurmyndun eða slíkt sem við þekkjum ekki ennþá. En munum gera í framtíðinni –“ Konurnar ráku aftur upp hlátrasköll og Larry horfði sposkur beint í myndavélina. Netsíða MUFON-samtakanna rann yfir skjáinn meðan hann kvaddi og svo kom yfirlit yfir veðrið í Dubai, Dakar, Istanbul, París. *** Ég gaf stefnuljós hjá ör sem vísaði á „Kópavogur – Smárinn“, ók upp á hæð og tók stefnuna til norðurs. Þegar ég fór að rýna í götuskiltin sá ég að snjóað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.