Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 36
S t e i n a r B r a g i 36 TMM 2016 · 3 Hann sneri sér aftur að tölvunni og virtist annars hugar. – En læknar eru leikarar, hefur mér sýnst, svona að helmingi allavega; ég held þeir vantreysti yfirleitt gáfnafari fólks og spurningum þess um eigin líkama og finni sig knúna til að hughreysta það frekar en tala við það. „Hvað áttu við?“ spurði hann. „Þetta sýni sem var tekið úr mér, það hefur verið í geymslu í hvað, átta ár,“ sagði ég. „Hvernig geymið þið svona?“ „Sæði er geymt við mínus 130 gráður í fljótandi vetni.“ „Vá, svona kalt,“ sagði ég og gat betur skilið að upphæðin hlypi á ein- hverjum þúsundköllum á ári. Ekki að ég ætlaði að borga það samt. En ef sæðið í mér væri ónýtt hefði ég ekki val um annað – nema ég ætlaði mér aldrei að eignast börn. Mig langaði ekkert sérstaklega í börn en hver veit nema það breyttist. „Ef þessi talning er í lagi og þið þurfið ekki að geyma sýnið lengur, hvað gerið þið við það? Fer það í ruslið?“ Mér varð hugsað til ættingja sem vildi láta brenna sig. Og datt svo ofan í gamlar, sjúklegar hugrenningar um hvað hefði orðið um gamla, sjúka líf- færið sem var tekið úr mér með skurðaðgerð. Hvert fór það? Sýnið fór í kæli en hvert fór líffærið? „Sýnið er brennt,“ sagði læknirinn og gerði sér far um að horfa á mig, lék sig fullan af umhyggju þótt hann hefði eflaust látið brenna þúsundir lítra af sæði og væri slétt sama um það allt, enda bara afgangsfrumur fyrir honum. Læknirinn hét einhverju nafni, það stóð á hurðinni og hann kynnti sig þegar við heilsuðumst en þannig er það með lækna, maður man ekki nafnið á þeim fyrr en eftir tíu ár af heimsóknum í Domus Medica. Maður vill ekki þekkja þá, læknar eru það síðasta sem maður sér áður en maður drepst. „Það er sér- stök deild hérna innan spítalans sem sér um förgun lífrænna efna.“ Ég reyndi að rifja upp magn sýnisins, ætli það hafi ekki verið á stærð við matskeið. – Ein lítil matskeið, hugsaði ég og sá fyrir mér mann að stinga henni inn í ofn, viðhafa eitthvað sérstakt prótókól til förgunar; frekar en að sturta sýninu bara niður í klósett eða finna körfu fulla af lökum á leið í þvottavél á spítalanum og skvetta því þar yfir. Var líklegt að sýnið yrði brennt? Ég vann eitt sumar í Lyfjaverslun ríkisins og keyrði út lyf á spítalana, allir sem ég hitti voru undir þrítugu og héngu úti í sígarettupásum, ég gat ekki ímyndað mér að svona sýni yrði tekið alvarlega og að einhver léti aka því í skemmu á Suðurnesjum þar sem maður í sloppi kveikti upp í ofni. – Hvað sem læknirinn sagði yrði því áreiðanlega fleygt beint í ruslið og allt annað var lygi, ég var ekki að biðja um kistulagningu og athöfn hjá presti en samt, tilhugsunin var óþægileg. „Við þurfum annað sýni frá þér,“ sagði hann og sýndi á sér fararsnið, eða mér öllu heldur. Læknar gera það með því að setjast snöggt upp í stólnum og halla sér fram, skrifa upp á resept en í þessu tilviki opnaði hann skúffu, sótti ofan í hana litla gagnsæja dollu með rauðu loki og rétti mér. „Hafðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.