Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 42
S t e i n a r B r a g i 42 TMM 2016 · 3 „Það sem þú hugsar um?“ „Meðan ég fróa mér?“ „Já … Skammastu þín fyrir það?“ „Nei.“ Hún hummaði, teygði sig í sígarettu og kveikti í. Slæmt merki. „En hvað … Þegar við stundum kynlíf, ertu þá stundum að hugsa um eitthvað annað? Aðrar stelpur, meina ég?“ „Nei,“ sagði ég. Niður í hausinn á mér laust mynd af poppkorni, ég sat við hlið Emmu og át popp úr skál og við vorum að horfa á bíómynd, það var fyrir nokkrum árum og í augnablik vissi ég ekki hvern fjandann ég var að hugsa en svo sá ég það: við vorum að horfa á 1984, bíómyndina, og Emma táraðist yfir því öllu. Við ræddum myndina og eins og gefur að skilja vorum við bæði ákaflega á móti Stóra bróður en þarna sat hún samt og lét eins og ég væri óvinur ríkisins og allt persónulegt væri tortryggilegt – „Hættum þessu,“ sagði ég. „Sumt hefur maður bara fyrir sjálfan sig. Punktur.“ „Þú veist að stelpur hugsa líka um aðra meðan þær ríða.“ „Æðislegt. Gott að vita.“ Ég stóð upp. „Þú hugsar sem sagt um aðra. Ég hef engan áhuga á að vita það en þú vilt neyða okkur inn á þetta svæði, er það ekki? Út af helvítis afbrýðiseminni viltu komast í djúsí rifrildi um nákvæm- lega ekkert, er það ekki, og gera mig að óvini ríkisins?“ „Óvini ríkisins?“ Hún hló sem gerði mig frávita af pirringi. „1984. Og láta þetta enn eina ferðina snúast um þig eða okkur, frekar en að ég sé með fryst sæði sem þarf kannski eða kannski ekki að láta geyma allt helvítis árið í fljótandi vetni nema að ég frói mér ofan í dollu úr Smáralind og afsanni að ég sé ófrjór? Vorum við ekki annars að tala um það, hvernig hefði gengið í sýnatökunni? Þetta er ógeðslegt,“ sagði ég, fór út úr stofunni og skellti á eftir mér hurðinni. Ég klæddi mig í skó, fór út í bíl og keyrði í burtu. Það skiptir mig ekki máli, í alvöru. – Tvær manneskjur í dimmu herbergi, í samförum, strjúkandi hvor annarri og stynjandi, báðar að hugsa um ein- hverja aðra: fyrrverandi maka, klámmyndastjörnu á ströndinni í Cannes, hamborgara, Jesú á krossinum? Gott stöff. Hvað er nútímalegra en það? Við værum ekki grimmasta skepna í sögu jarðarinnar ef við hugsuðum um þá sem við elskum á meðan við ríðum þeim. *** Upp úr hádegi vorum við Emma búin að sættast í gegnum síma. Ég sagðist samt ekki ætla að koma heim strax. Mér til undrunar hafði ég tekið eftir sýnadollunni í farþegasætinu í bílnum. Síðast þegar ég vissi var hún með mér í sturtunni og svo var hún þarna. Emma hafði boðist til að „hjálpa mér“ að skila sýninu ef ég kæmi heim en ég tók ekki sénsinn. Og eins og komið er fram geri ég helst ekki það sem ég á að gera.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.