Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 47
Í s l a n d p ó l e r a ð TMM 2016 · 3 47 Hann hristir höfuðið. Ég missti hann. Hann reynir aftur. „Frá hvaða landi ert þú?“ „Landi? Frá Pól-landi.“ „Hvaðan í Póllandi?“ Leiknum er ekki lokið. „Frá Wrocław.“ Hann deplar augunum og missir boltann. „Það er nálægt Prag og Dresden,“ bæti ég við. „Jæja,“ samsinnir hann. „Jæja.“ Ég brosi því hann virðist vera fínn náungi. Of gamall fyrir mig. Aðeins of stjórnsamur, myndi ég segja; fyrir klukkutíma síðan kallaði hann mig að borðinu með því að benda á tóman kaffibollann, með símann upp við eyrað, tónandi já-já-já-einmitt-alltílagi-já-já-já. Þá var ég langt undan og þessi litla hreyfing var ekki áberandi, en ég tók eftir henni. Góð gengilbeina. „Ert þú ka Pólskur?“ Nýr bolti eða annar fljúgandi hlutur. „Er ég Pólskur?“ Ég stekk, ekki viss um hvað ég er að reyna að grípa. „Nei. Ert þú ka Pólskur?“ „Ka Pólskur?“ Ég skil þetta ekki. „Ég skil ekki.“ „Ert þú kaÞólskur? Are you a Catholic?“ „Nei, það er ég ekki!“ „Ertu það ekki?“ Hann lyftir brúnum, setur olnbogana á borðið tilbúinn til að slá fram full- yrðingu. „Allir Pólverjar sem ég þekki eru kaþólikkar,“ segir hann og ég veit strax að ég á eftir að skrifa um hann seinna. „Hver ert þú?“ „Hver er ég? Áttu við trúarbrögð?“ Engin, langar mig að segja, en ég er að reyna að komast hjá því að stytta mér leið. Þess í stað hysja ég upp um mig pilsið og sýni honum rætur fjölskyldutrésins. „Ég kem úr kaþólskri fjöl- skyldu, en ég er ekki kaþólsk.“ „Þú ert enn ung …“ „Er það? Ég er næstum þrítug.“ „Ertu það?“ Ég finn augu hans á andliti mínu, hárinu, brjóstunum. „Þú lítur ekki út fyrir að vera það. Kannski hefurðu bara ekki upplifað þessi augnablik þegar maður getur ekkert gert nema beðið Guð um hjálp? Eins og á báti í storminum.“ Og þar sem við búum á Íslandi finnst mér að þessi rök gætu dugað. Lítill fiskibátur. Reiður sjór. Frosin tár. Ískaldur stormur eða ískaldur hnífur í vasa mannsins sem læsti mig úti í horni með handleggjunum og sagðist skera mig í andlitið ef ég æpti. Ég bað ekki bænir það kvöldið. „Trúðu mér, ég er þegar mótuð.“ Með hníf myndi ég bæta við ef afgreiðslu- borðið væri ekki á milli okkar. Ef yfirmaður minn væri ekki í símanum við hliðina á okkur. Ef ég væri ekki að rúlla upp servíettum og ef hann væri ekki að tromma með fingrunum á plastaða matseðlana. „Ég hef sterka siðferðis- kennd án nokkurra trúarbragða,“ segi ég. „Kannski er það út af kaþólska uppeldinu?“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.