Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 52
52 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? „Þau eru stundum svo andstyggileg …“ segi ég loksins. Blíð, há, sorgmædd, kjánaleg hljóð. Augu okkar mætast. Annað parið uppfullt af undrun. „Hvað áttu við?“ spyr hann með blíðu brosi. „Fólk? Íslendingar? Viðskipta- vinir?“ og þegar hann segir „karlmenn?“ endurspeglar andlit hans sárs auka minn. „Það spyr þig þó einhver,“ segir hann. „Heldur þú að einhver hafi áhuga á því að ég sé frá Bíldudal, ha? Er einhver að spyrja mig hvernig mér gangi með íslenskuna, hvort ég sakni fjölskyldunnar eða hvað mér finnist um Ísland? Trúðu mér, vinan, það er betra að vera útlendingur á Íslandi en sveitamaður í Reykjavík.“ Sárt bros. Ég nötra eins og salatbar. „Æ!“ Hann lítur á mig og breiðir út faðminn. En hver erum við eiginlega? Tveir þjónar í miðri þvögu af huggulegu og hungruðu fólki. Einhver er að bíða. Hann bendir á barinn. Ullarkjóll og leðurjakki. Grátt og svart. Íslendingar. Ég bægi burt tárunum og fer fram að heilsa þeim. Rödd Óla fyrir aftan mig stöðvar mig. „Hvað sagðirðu? Viltu segja þetta aftur?“ Ég sný mér við. Hann glottir. „Hvað sagðirðu?“ spyr hann. Parið lítur á okkur. Karl og kona á fimmtugsaldri. Konan hallar undir flatt. Maðurinn brosir vingjarnlega. Þau eru forvitin. Ég er steinrunnin. Hann er svipbrigðalaus trúður. „Þetta síðasta. Ég heyrði ekki í þér, vinan. Svaraðu nú fyrir þig.“ Hann leggur hönd upp að eyra með ýktu látbragði. Með fullkominni líkamsbeitingu, hlýjum augum og vinalegu fasi er hann fyrirmyndarþjónn. Hann er leiðarvísir um fullkomna mannasiði. „Segðu það!“ leggur hann fastar að mér. Parið beinir nú sjónum að mér. Þau eru stundum svo andstyggileg. Þau eru stundum svo andstyggileg. Þau eru stundum svo andstyggileg. „Góða-kvöldið-get-ég-aðstoðað?“ spyr ég með hrífandi brosi. Takk fyrir komuna Ég loka dyrunum á eftir síðustu gestunum Takk fyrir komuna Jafnvel þótt það sé ekkert vit í því Takk fyrir komuna Takk fyrir bælda reiði Takk fyrir að kaupa hungur Takk fyrir öll hin barnaheimilaheilkennin og sjálfsbjargarhæfnina Takk fyrir vefengt siðferði Takk fyrir ótta Takk fyrir komuna Takk fyrir kommúnismann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.