Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 56
56 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? móðir en var sannfærð um að vera þeirri ábyrgð ekki vaxin. Það kemur fram í bókinni að þau Örn heimsækja soninn í sveitinni reglulega en dóttirin virðist alfarið hafa verið alin upp af fósturforeldrum sínum. Helga fer að vinna í fiski og kynnist síldarævintýrinu á Siglufirði og á Raufarhöfn. Það má segja að hún kynnist landinu og íbúum þess þegar hún fer að vinna á eigin spýtur ásamt konum sem elda saman á kvöldin og deila svefnherbergi. Þetta sjálfstæða líf sem stjórnast af fiskinum á við Helgu og hún segir fjörlega frá starfinu, starfsháttunum og andanum á þessum stöðum. Það má segja að Íslandsdvöl Helgu sé nú með öðrum formerkjum en áður. Hún kynnist listamönnum og situr með þeim á kaffihúsinu Mokka. Þar á meðal er ljóðskáldið Dagur Sigurðarson sem hefur mikil áhrif á hana – og hún nefnir sínu rétta nafni. Þau verða ástfangin og ferðast m.a. saman til Sikileyjar. Dagur hvetur Helgu til að gefa út ljóðin sem hún hefur verið að skrifa öll árin, þau búa textana undir prentun og gefa út sjálf. Ljóðin koma út á þýsku undir heitinu „Ostdeutsch“ eða Austur-þýskt, og eru seld til þýsku- mælandi vina og kunningja. Helga segir um Dag: Ef Dagur segir að Howl sé á undan sinni samtíð og það besta sem heimurinn hafi að bjóða í dag, þá er það einnig fyrir mig það besta. Ef Dagur segir að ég geti samið ljóð, þá get ég það líka. Ef Dagur segir að það eigi að gefa út ljóðin mín, þá gef ég þau einfaldlega út. Ef Dagur segir að frá og með deginum í dag séum við beatniks, af hverju ætti ég þá ekki að vera beatnik, þó ég hefði ekki hugmynd um hvað það er. Ef Dagur segir að fegurð Íslands blindi okkur og að við þurfum að fara út í heim, þá förum við út í heim. En það er líka Dagur sem stendur fyrir „Álfabrennu“ niðri við höfn, með tímaritum, blöðum, pappírum, bréfum og uppköstum Helgu áður en þau leggja út í heim. Allar skriftir Helgu voru henni annars heilagar, hvort sem um var að ræða sendibréf eða eigin skriftir. Helga segir að aldrei hafi bjarminn af skrifum hennar verið skærari, hvorki þegar fósturmóðir hennar brenndi þeim í ofninum né síðar. En Helga elskaði Dag alla tíð, fram til ótímabærs andláts hans árið 1994 eins og hún segir sjálf. Dagur kynnir Helgu fyrir skáldkonunni Ástu Sigurðardóttur og þær verða vinkonur. Ásta hafði þá gefið út smásagnasafn sitt en Helga segir frá því að hún hafi einnig teiknað og verið búin að útbúa heilan spilastokk sem henni tókst þó ekki að fá útgefanda fyrir. Helga segir frá heimilishaldinu hjá Ástu, hún hafi verið ein með fjögur til fimm börn og ekki komist í gegnum dagana nema með aðstoð brennivíns. Hún hafi einnig útvegað sér lyf, sem Helga vissi aldrei hvaðan komu, einnig pillur fyrir Helgu, ef blæðingar létu á sér standa. Helga flutti stundum í heila viku inn til Ástu og hjálpaði henni að vinna úr mygluðum þvottahrúg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.