Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 62

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 62
62 TMM 2016 · 3 Halldór Guðmundsson Albert Daudistel – höfundur í útlegð Það fóru margir góðir gestir um garða hjá afa mínum og ömmu, Halldóri Stefánssyni og Gunnþórunni Karlsdóttur, í risíbúðinni í Bólstaðarhlíð þar sem þau leigðu síðustu búskaparár sín. Sá einræni unglingur sem ég var hélt oft til hjá þeim og fékk að vera fluga á vegg þegar helstu hugðarefnin, bók- menntir og stjórnmál, bar á góma. Kona ein sem oft leit við varð mér sérlega minnisstæð; lágvaxin, skarpleit, lífleg og samkjaftaði ekki. Þar að auki talaði hún þýsku sem mér þótti nú ekki síðra, enda var ég nýkominn heim eftir fimm ár í Þýskalandi með fjölskyldunni. Ekki bar ég þó mikið skynbragð á það sem þau ræddu, svo sem helsta sameiginlega áhugamál hennar og afa míns sem var nútímaleikritun; nöfn eins og Ionesco, Dürrenmatt og Pinter sögðu mér ekkert þá, en báru með sér heillandi andblæ framandi veraldar. Hitt festist mér ekki síður í minni en það voru frásagnir hennar af þeim stöðum sem hún hafði sótt heim: Afskekktir staðir í Afríku, Patagónía og Galapagoseyjar, aldrei hitti íslenskur unglingur fólk sem hafði komið þangað. Einu sinni kom ég með ömmu heim til hennar, í pínulitla íbúð undir súð á Laugaveginum, og hún var full af litríkum gripum frá þessum framandi slóðum, athvarf ævin- týra í gráleitri smáborg. Afi og amma sögðu mér að Edith Daudistel, en svo hét konan, hefði framfæri sitt að einhverju leyti af því að fara í þessar lang- ferðir og skrifa um þær í þýsk ferðatímarit. Þvílíkt líf, hugsaði ég með mér, þar til ég komst að því að á veturna lifði hún á því að kenna þýsku í einkatímum – og mun víst ekki hafa gert mikið meira en að skrimta. Eitt þema var þó áberandi í öllu tali Edithar, en það var hvað hún klifaði á því að allt væri ómögulegt á Íslandi, hvort sem það var mannfélag eða menn- ing, og fylgdi þá sögunni hversu miklu betur þeim málum væri fyrirkomið í Þýskalandi; þetta var henni mjög hugleikið. Ég man eftir því að stundum eftir að hún var farin hristi amma hausinn og spurði sem svo af hverju hún færi ekki heim aftur, og afi svaraði jafnóðum: þú veist hún getur það ekki. Kannski áttaði ég mig ekki á því fyrr en löngu síðar að það var ekki það Þýskaland sem ég þekkti sem hún saknaði, ekki móralíserandi stífni kaldastríðsins, heldur Þýskaland millistríðsáranna, nánar til tekið Weimar- lýðveldið; Edith var flóttamaður, og hún var gyðingur. Þegar ég hitti hana hafði hún verið ekkja í fimmtán ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.