Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 65
A l b e r t D a u d i s t e l – h ö f u n d u r í ú t l e g ð TMM 2016 · 3 65 um líkt leyti og hann flutti í hina svokölluðu „rauðu blokk“ í Wilmersdorf í Berlín, en það var listamannanýlenda í fjölbýlishúsi í nýju hverfi þar sem fátækt fólk átti að geta fengið sæmilegar íbúðir á viðráðanlegu verði. Þarna bjó fjöldi þekktra leikara og höfunda, uns SS-sveitir réðust þar inn í mars 1933, skömmu eftir valdatöku nasista, unnu skemmdarverk, handtóku suma íbúa og brenndu bækur þeirra á báli. Edith var leiklistarmenntuð og hafði verið í læri hjá sjálfum Erwin Piscator, helsta nýjungamanni þýska leikhúss- ins á Weimar-árunum, en starfaði síðan við leikhús í Brieg eða Brzeg, sem nú er innan landamæra Póllands. Á maður ekki að ímynda sér að fyrstu ár fjórða áratugarins hafi verið hamingjuár þeirra Alberts og Edithar? Þau hafa búið innan um sína líka í lifandi stórborg, hún starfaði við leikhús og hann við skriftir, og kannski var þetta það Þýskaland sem Edith saknaði alla tíð. En valdataka nasista batt enda á það allt. Leikkona af gyðingaættum átti ekki síður erfitt upp- dráttar en kommúnískur rithöfundur. Það er fátt vitað um þau fyrstu árin eftir valdatökuna en árið 1935 er Albert eftirlýstur af Gestapo og þarf að fara huldu höfði um skeið. Hann er síðan einn á ferð þegar hann flýr um Slesíu og yfir fjallagarðinn á landamærum Póllands og Tékklands sem Þjóðverjar kalla Riesengebirge. Við flóttann naut hann aðstoðar Gerharts Pohl, þýsks rithöfundar sem átti húsið Waldwinkel í þorpinu Wolfshau, skammt frá þar sem þá voru landamæri Þýskalands og Tékklands (nú er þetta svæði hluti Póllands). Þar áttu ýmsir flóttamenn undan nasistum athvarf um skeið eins og Pohl greindi síðar frá í heimildasögunni Fluchtburg um þetta litla hús sitt og hlutverk þess á valdatíma nasista. Samkvæmt Pohl hafði Daudistel brotist við illan leik til Wolfshau skömmu fyrir jól en veturinn 1935–1936 var óvenjuharður á þessu svæði. Þar safnaði hann kröftum uns honum tókst ævintýralegur flótti yfir snævi þakin fjöllin með aðstoð Pohls sem taldi í hann kjark með orðunum: „Í kvöld verðurðu hamingjusamur í Prag.“5 Geta verður þeirrar þverstæðukenndu staðreyndar að síðasta skáldsagan sem Daudistel sendi frá sér var gefin út í Þýskalandi árið 1935 og hét Der Bananenkreuzer, bananafraktarinn. Það er heimildasaga sem segir frá því þegar Roman Delgado Chalbaud gerði mislukkaða tilraun til valdaráns í Venesúela með því að smygla vopnum og uppreisnarmönnum frá Þýska- landi í skipinu Falke árið 1929. Því miður hef ég ekki lesið þá bók en þetta er merkilegt efni að velja sér og ekki er síður merkilegt að hún skuli hafa komið út í Berlín um það leyti sem lögreglan lætur lýsa eftir höfundinum. Þeir sem hafa fjallað um höfundskapinn kunna ekki skýringar á því, en þess má geta að ári síðar kom fyrsti hluti Sjálfstæðs fólks út í Þýskalandi þótt höfundurinn yrði síðan bannaður. Albert fær dvalarleyfi í Prag þann 10. janúar 1936 og leitar fyrir sér um skrif hjá þýskum blöðum þar. En dvöl hans verður ekki löng heldur flýr hann áfram til Danmerkur, en þangað var Edith þá komin ásamt einum bræðra sinna. Jonas Bokelmann, bókmennta- og sagnfræðingur sem er að rannsaka
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.