Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 66
66 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? ævi og verk Alberts Daudistel um þessar mundir, telur að hann hafi komist þennan seinni legg með aðstoð danskra sósíaldemókrata en ekki, einsog sums staðar má lesa, Rauðu hjálparinnar sem voru samtök tengd alþjóða- sambandi kommúnista. Jonas telur ennfremur að þau hjónin hafi komist í kynni við Björn Franzson í Danmörku og hann hafi reynt að greiða fyrir ferð þeirra til Íslands og sagt félögum sínum heima að þeir gætu átt von á þeim.6 Samkvæmt gögnum sem Bokelmann hefur skoðað í Danmörku þurftu Daudistel-hjónin hvað eftir annað að framlengja dvalarleyfi sitt gegn loforði um að halda síðan áfram, til Englands eða Rússlands. Bokelmann telur að þau hafi beinlínis hrökklast til Íslands þess vegna. Víst er að Björn Franzson, sem var félagi í Kommúnistaflokknum og mikill liðsmaður Rauðra penna og Máls og menningar á fjórða áratugnum, hélt sambandi við þau alla tíð og skrifaði fallega minningargrein um Albert Daudistel í Þjóðviljann.7 Í viðtali við Morgunblaðið tíu árum síðar sagði Edith að þau hafi upp- haflega ætlað sér að fara til Englands en ákveðið að fara fyrst til Íslands, lands sem þau hafi alltaf langað að sækja heim, og þangað sigldu þau með Dronning Alexandrine í janúar 1938.8 Þar taka Rauðir pennar á móti þeim, það er hópurinn í kringum Kristin E. Andrésson, þeirra á meðal afi minn og amma. Jonas Bokelmann bendir á að þegar þau hjón sóttu um dvalarleyfi á Íslandi í febrúar þetta sama ár skrifar Albert undir: „Albert Daudistel c/o Kristinn E. Andrésson“. Í viðtali við Örn Ólafsson í Helgarpóstinum 1983 lýsir Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur, einn Rauðra penna, þessum hópi svo: „Hingað komu líka flóttamenn úr ríki nazista, svo sem Albert Daudistel rithöfundur og Edith kona hans. Þau hjón höfðu gengið með blá- sýruhylki á sér mánuðum saman áður en þau sluppu frá Þýskalandi og áttu ekki annað en spjarirnar sem þau stóðu í. Hópur bláfátækra manna hélt í þeim lífinu um skeið, meðan þau voru að jafna sig í ókunnu landi. Albert var farinn á taugum og náði sér aldrei, en Edith var hugrökk kona og hetja í raun.“9 Páll Baldvin Baldvinsson vitnar til þessa viðtals í góðri samantekt sinni um þau hjónin í bók sinni um heimsstyrjöldina síðari, Stríðsárin 1938– 1945.10 Sagan um blásýruhylkið getur vel staðist alltént hvað Albert varðar, því hann átti að baki mjög erfiðan flótta eins og fyrr var nefnt. Sennilega skaut þetta fólk sem Ólafur Jóhann nefnir bókstaflega yfir þau skjólshúsi og sá fyrir þeim til að byrja með, en erfiðast var alltaf að fá dvalar- leyfi og Páll Baldvin nefnir mörg skelfileg dæmi í bók sinni um að gyðingum væri vísað úr landi héðan og beint í opinn dauðann. Ljóst er að Albert flíkaði ekki róttækri fortíð sinni og kynnti sig í Morgunblaðinu þann 1. mars 1938 sem tékkneskan blaðamann sem ætli sér að skrifa um Ísland í þýsk blöð sem gefin eru út í Prag. Þar er hann sagður höfundur tveggja bóka, smásagna- safnsins sem fyrr var nefnt og Bananafraktarans en Fórnarlambsins, lang útbreiddustu bókar hans, er ekki getið. Nokkrum vikum síðar birtist grein eftir hann í Lesbók Morgunblaðsins þar sem segir í kynningu að Daudistel muni skrifa um Ísland í þýsk blöð – en þá var hann löngu kominn á svartan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.