Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 68
68 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? Jonas Bokelmann hefur um nokkurt skeið unnið að rannsókn á Albert Daudistel og verkum hans, og þessum greinarstúfi mínum er ekki ætlað annað en að vekja forvitni um það sem vinna hans kann að leiða í ljós. Hann hefur í tölvupóstum sagt mér frá því að Daudistel hafi varið síðustu æviárum sínum að mestu í að skrifa skáldsögu sem hann nefndi „Die Insel des fremden Königs“, Eyju hins ókunna konungs. Handritið og fleiri eftir- látna pappíra hans er að finna á söfnum í Frankfurt.15 Daudistel er hér enn á kunnum slóðum, segir Bokelmann, því aðalpersónan er flóttamaður sem segir frá dvöl sinni í Tékklandi og Kaupmannahöfn og síðan ferð sinni til Íslands. En þá hverfur raunsæisblærinn því sögumaður ratar á bygginga- svæði Þjóðleikhússins um miðja nótt og hittir fyrir dularfulla persónu sem útskýrir fyrir honum svipmyndir úr Íslandssögunni – og þær birtast svo á sviði leikhússins. Þessi persóna er því eins konar Virgill sem leiðir sögu- manninn í gegnum ýmsa áfanga Íslandssögunnar. Daudistel sér hana í hillingum og þá sérstaklega sjálfstæðisbaráttuna og honum var annt um að koma þessu verki út á íslensku. Ég minnist þess að afi minn sagði mér frá þessum skrifum hans og það hafði greinilega verkað einkennilega á íslenska vini Alberts að hann væri að útskýra Íslandssöguna og atburði, sem flestum voru kunnir, fyrir hérlendum lesendum. Stjórn Máls og menningar fjallaði um málið og ákvað að leita ráða hjá Sigurði Nordal, en hann hafði á sínum tíma skrifað stóra bók um íslenska menningu fyrir félagið. En niðurstaðan varð neikvæð og það var aldrei ráðist í þýðingu verksins eða útgáfu.16 Það var raunar alveg sama hvar Daudistel bar niður, hann fékkst ekki aftur útgefinn meðan hann lifði, heldur ekki hjá þýskum forlögum, hvorki í austri né vestri, og heldur ekki hjá útlagafélögunum. Þetta voru örlög margra þýskra útlagahöfunda, utan þeirra alþekktustu. Valdatími nasista batt endi á feril þeirra, og þeim tókst ekki að taka upp þráðinn eftir að stríði lauk – það var enginn áhugi. Síðustu árin hafði hann jafnframt unnið að öðru handriti sem hann hafði verið lengi með í smíðum og lauk þó aldrei við en var eins konar sjálfsævisaga: „Der verbotene Mensch“ – Maður í banni. Útlegð höf- undar jafngildir oft banni hans. Daudistel hafði með naumindum komist lífs af frá Þýskalandi og reyndi að skapa sér tilveru hér. Og bókin um eyjuna var tilraun hans til að eignast ný heimkynni, „vera heima“ í þeirri menningu sem hann hafði flúið til, bókstaflega finna sér reit þar sem verið var að byggja þjóðarbyggingu. En hann lærði aldrei íslensku og var sem höfundur mállaus á hjara veraldar, útlegð hans var líka útlegð frá því sem mestu skiptir alla höf- unda og er verkfæri þeirra – tungumálinu. Þótt Edith hafi líklega tekið hlut- skipti sínu af meira æðruleysi, ef marka má Ólaf Jóhann, hafa örlög hennar ekki verið síður sár: ung hafði hún lært í einhverju framsæknasta leikhúsi Evrópu, en eftir flóttann steig hún aldrei aftur á svið.17 Það gerir ekkert nema barna söguna að búa til einhverjar hliðstæður við okkar tíma, þegar næstum jafn margir eru á flótta frá heimkynnum sínum og í seinni heimsstyrjöldinni. En höldum samt til haga örlögum fólks eins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.