Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 72
72 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? skorið í mynd þessara nútímabókmennta af arfinum. Allt er bundið ein- staklingsbundinni útlegðarpóesíu, einnig þættir á borð við tungumálið. Meðan Guttormur skrifar allt sitt á íslensku í anda landnemahöfundanna, játar landnemadóttirin eftirfarandi í æviminningum sínum eftir fyrstu heimsóknina í bókasafn í Duluth: „Ég ætla líka að skrifa bók sem á að standa í hillu á stað sem þessum – og ég ætla að skrifa hana á ensku, því það er stór- kostlegasta tungumál í öllum heiminum.“5 Í því ljósi mætti ætla að Laura væri minna þjóðleg á íslenska vísu en Guttormur og að í verkum hennar mætti skynja þá afstöðu til skáldskapar sem Benedikt Gröndal orðar svo á einum stað: „Skáldskapurinn á ekkert föðurland, nema ríki andans, og lög hans eru eilíft frelsi.“6 Líkt og hér verður reifað er þessu lykilefni að sumu leyti öfugt farið í tifelli Lauru, í það minnsta þegar spáð er í sumar af sviðsetningunum á þáttum íslenskrar menningu sem finna má í umræddum æviminningum hennar, Játningum landnemadóttur.7 Verk Guttorms eru jafn dularfull hvað arf íslenskrar menningar varðar, þótt með öðrum hætti sé. Þrátt fyrir alla brúarsmíðina í gamla málinu er engin trygging fyrir sér íslenskum þáttum í veruleika þeirrar nútímamenningar sem birtist í verki eins og „Hringnum“ í Tíu leikritum.8 Ef eitthvað er, má segja að Guttormur svara kalli Gröndals þegar kemur að ríki skáldskaparins. Það breytir því ekki að útlegðarpóesía beggja höfunda virðist sækja í brunn þeirrar tilvistarskynjunar sem börn innflytjenda fá ekki varist og hrista seint af sér. „Fyrsti sjóndeildarhringurinn“ Dakótasléttan var sveipuð hyldjúpu myrkri. Yfir hana brunaði vagninn eftir götu- slóðanum og hristist án afláts. Litla stúlkubarninu sem hnipraði sig saman á gólfinu við hné föður síns virtist sem myrkrið og ferðin ættu sér engan endi. Upphafsins var að leita í óslitinni ringulreið atburða, sem höfðu splundrað því umhverfi sem hún þekkti. Fortíðan var hulin óljósri og leyndardómsfullri mósku. Þannig hafði þessu haldið áfram og áfram, leyndardómurinn orðið æ dýpri og skuggarnir lengst.9 Svona opnar Laura svið æviminninga sinna í Játningum landnemadóttur í kafla sem heitir „Fyrsti sjóndeildarhringurinn“. Bókin kom út í Kanada árið 1939 og líkt og Margrét Björgvinsdóttir bendir á í inngangi að þýðingu sinni var Laura fyrsti Íslendingurinn vestanhafs til að skrifa bókmenntir á ensku. Fyrir utan æviminningarnar er Laura helst þekkt fyrir sögulegar skáldsögur sínar. Ein af þeim, skáldsagan The Dark Weaver (1937), hlaut kanadísku landstjóraverðlaunin, sömu bókmenntaverðlaun og Laura þáði skömmu síðar fyrir Játningar landnemadóttur.10 Myndin af Lauru og fjölskyldu hennar að bruna endalaust áfram í myrkrinu með splundraða fortíðina á hælunum talar sínu máli. Myndin kann jafnframt að draga ákveðnar útlínur í hlutskipti barna íslenskra inn- flytjenda á sléttum Norður-Ameríku um og eftir aldamótin nítján hundruð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.