Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 75
Ú t l e g ð a r s t e f n æ r o g f j æ r : A r f u r L a u r u o g G u t t o r m s TMM 2016 · 3 75 það að verja frelsi hins almenna borgara , heldur að bæta einokunarstöðu hinna fáu útvöldu í viðskiptaheiminum. (418)12 Útsýnið á Víðivöllum Ólíkt Lauru fær Guttormur ekki eirðarleysið í sig með móðurmjólkinni, hann er ekki alinn upp á endalausri gandreið um sléttur Ameríku. Hann er með fast land undir fótum; sína Víðivelli, þar sem Íslendingafljótið streymir endalaust áfram við túnfótinn. Foreldrar hans, þau Jón Guttormsson frá Arnheiðarstöðum í Valþjófsstaðarsókn í Norður-Múlasýslu og Pálína Ketils- dóttir frá Mjóanesi í Vallnahreppi í Suður-Múlasýslu, nema land skömmu eftir komuna til Manitóba, eða árið 1876, og stunda búskap á jörð sinni Víði- völlum til æviloka. Og þar ólst Guttormur upp. Samt er óþarfi að vanmeta tilvistarskilyrðin sem fylla sjónmál barnsins. Fjölskylda Guttorms býr við fremur þröngan kost. Þar við bætist óslökkvandi heimþrá Pálínu, móður hans, sem Gutt- ormur gerir eftirminnileg skil í einum kafla bókarinnar Foreldrar mínir. Endurminningar nokkurra Íslendinga vestanhafs.13 Móðir hans deyr þegar hann er níu ára og nokkrum árum síðar deyr faðir hans. Og hver er tilvistar- skynjunin? Á sama hátt og kirkjugarður við sjávarströndina flæðir inn í sjónmál þess sem horfir út á haf, má sjá hvernig útsýnið á Víðivöllum og rót- laust ríkidæmi tungumáls foreldranna heldur honum föngnum fyrir lífstíð. Ef marka má ljóð hans og sögur, sækir hann óspart í brunn þessarar til- vistarskynjunar, ekki síst í módernískum leikritunum sínum. Því hver er sjóndeildarhringurinn í leikriti á borð við „Hringinn“? Svo er að sjá sem Guttormur dragi þar enn myrkari útlínur í hlutskipti fjölskyldu á sléttum Norður-Ameríku en þær sem Laura játar í æviminningum sínum, en hér er eitt brot úr leikritinu: FAÐIRINN: Það eru stöðugar jarðarfarir í skóginum. Vindurinn hristir fönn af trjánum. ELDRI SVEINNINN: Trén, sem standa, leggja til líkblæjurnar fyrir þau, sem eru fallin. FAÐIRINN: Þau fúna þar sem þau falla. YNGRI SVEINNINN: Heyriði ekki glym úti í skógi, glym eins og í dimmum klukkum? ELDRI SVEINNINN: Það heyrist drungalegt glamur þegar elgsdýrin slá hornunum við trén. FAÐIRINN: Það er oft hringt við jarðarfarir. ELDRI SVEINNINN: Við heyrum tómar villiraddir. (205) Móðirin á einnig eftir að birtast í skóginum, hún sem skilur önnur börn sín eftir heima í þeirri trú að hún muni finna manninn sinn og syni og að þau geti snúið aftur heim. Þegar hér er komið við sögu hafa skógarúlfarnir runnið á lyktina og …
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.