Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 83
M ó r b e r j a t r é ð TMM 2016 · 3 83 neðar. Hann var ekki uppi í trénu heldur sat undir því á lítilli, þunnri dýnu. Stella hljóp af stað og Elena hljóp líka og kallaði. Stella tók eftir því að strákurinn var með brúnt hár eins og hún hafði séð fyrir sér en hann hafði enga vængi. Kannski birtust þeir bara þegar hann flaug. Hana langaði að spyrja en hugsaði að ef til vill þætti honum það dóna- legt ef það væri það fyrsta sem hún spurði um. Þá gæti hann haldið að hún trúði því ekki að hann hefði vængi. Hann brást við hæ-inu hennar með brosi og sínu eigin hæ-i. Ekkert fugla- tíst, bara venjuleg rödd. Stella sá hvernig hann leit á Elenu út undan sér. Hann og systir hennar voru jafn stór, líklega jafn gömul. „Ég hélt þú byggir uppi í trénu,“ sagði Stella. „En ég sé ekkert hreiður.“ Þetta fékk strákinn og Elenu líka til að hlæja vandræðalega. Strákurinn útskýrði að hann rúllaði dýnunni upp á kvöldin og tæki hana með sér upp. Þau litu öll þrjú upp þangað sem hann benti, á stað þar sem þrjár stórar trjá- greinar stóðu út úr bolnum. Stella sá að hann komst þar fyrir. Greinarnar voru breiðar og þar var stór laufþekja. Laufin skýldu gegn vindinum, sagði hann. Stella hafði aldrei áður skoðað tré svo gaumgæfilega. Þegar hann tók eftir áhuga hennar sagði strákurinn að þetta væri mórberjatré. Þetta var þriðji dagurinn hans í þessu tré við þessa götu, en hvorki hans fyrsta tré né fyrsta gata. Stellu langaði að spyrja hvar foreldrar hans væru og af hverju hann ætti ekkert hús, en Elena hnippti í hana og sagði að þær þyrftu að koma sér. „Hvað er þetta?“ spurði Stella í staðinn og benti á þrjá plastpoka sem voru bundnir saman og héngu í trjágrein. Strákurinn sagði að í einum geymdi hann lítinn kodda og teppi og í öðrum aukaföt, einn bol og einar gallabuxur en í þriðja pokanum geymdi hann töfrabrögðin sín. Hann spurði hvort þær vildu sjá eitt töfrabragð. Þær kinkuðu kolli og hann klifraði upp í tréð. Berir fætur hans gripu fast um trjábolinn. Stella velti því fyrir sér hvort hann flygi aldrei upp eins og fuglarnir gera. Á augabragði fór hann upp á greinina og kom fljótt niður aftur. Hann hellti úr plastpokanum ofan á dýnuna. Klink, pappírsmiðar, vaxlitir, notaðar eldspýtur og nokkur ósam- stæð spil féllu niður. Hann sneri baki í stelpurnar og setti hendurnar fyrir aftan bak. „Takið einn lit og setjið í lófann á mér,“ sagði hann. Stella hlýddi. Hann sneri sér við með hendurnar enn fyrir aftan bak. „Hugsaðu núna um litinn sem þú valdir. Ég ætla að lesa hugsanir þínar!“ Stella einbeitti sér og hugsaði grænn grænn grænn grænn. Hann sveiflaði annarri hendinni fyrir framan andlit hennar á meðan hann hélt hinni með litnum áfram fyrir aftan bak. Hann sveiflaði hendinni fyrir framan Elenu. „Ég les hugsanir ykkar,“ endurtók hann. „Hugsanir ykkar verða nú mínar.“ Hann hætti að sveifla hendinni og sagði brosandi með háværu abraka- dabra: „Grænn!“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.