Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 88
88 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? skoðun sína að það væri ef til vill ekki svo slæmt þó að Þjóðverjum fækkaði um fáeinar milljónir, því innflytjendur myndu fylla í skörðin! Angela Merkel hætti að tyggja matinn sinn, leit á þennan kollega minn og spurði: „Hvað áttu við?“ Það varð dauðaþögn. Meira að segja blaðafulltrúinn, sem hafði setið hjá til þessa, leit í fyrsta sinn af spjaldtölvunni sinni. Hér voru að fara af stað alvöru umræður! Af hverju ekki að veita meiri fjármunum í að styðja við innflytj- endabörn sem væru þegar flutt til landsins eða væru á leiðinni, í stað þess að veita háum fjárupphæðum í barnabætur, til þess eins að hvetja Þjóðverja til frekari barneigna? Þegar kvöldverðinum var lokið og við stóðum upp frá borðum, ákvað ég að ganga út að stóru gluggaröðinni og líta yfir Berlínarborg í síðasta sinn. Það fór ekki fram hjá Angelu Merkel, sem hafði einnig sýnt á sér fararsnið, og hún spurði: „Má bjóða yður að líta út á svalir?“ Skömmu síðar var Merkel umkringd tólf rithöfundum sem töluðu hver í kapp við annan og hvöttu hana til að hleypa nú fleiri innflytjendum inn í landið. Og til að setja lög um hjónaband samkynhneigðra! Einhver spurði hvort hann mætti reykja. Angela Merkel gaf merki og svartklæddir þjónar komu sinn úr hvorri átt- inni, héldu á öskubökkum. Aðrir tóku einnig fram sígarettur og þá sagði kanslarinn: „Vinsamlegast notið öskubakkana. Við viljum ekki að það falli aska á nýju stefnuna okkar í orkumálum.“ Hún benti okkur á sólarrafhlöð- urnar sem voru beint undir svölunum. Við yfirgáfum ráðuneytið litlu síðar. Svo liðu tvö ár og þá hleypti Angela Merkel rúmlega einni milljón flótta- manna inn í landið. Okkur rithöfundana, sem sátum við hringborð kansl- arans umrætt kvöld, dreymir stundum um að heimsókn okkar hafi haft afgerandi áhrif á afstöðu Merkel. Vegna þess að við vorum alveg ótrúlega skemmtileg í þessu matarboði. Og við gerðum það sem rithöfundar kunna svo ágætlega: við töluðum um það sem snerti okkur persónulega. Ef ein- hverjir forleggjarar hefðu setið með Angelu Merkel heila kvöldstund, hefðu þeir örugglega bara talað um fast verð á bókum, rafbækur, stuðning ríkisins við menningarstarfsemi og kvöldið hefði farið í sögubækurnar sem hefð- bundinn og ómerkilegur viðburður í stjórnmálalífi Berlínar; einfalt hags- munapot. En rithöfundar eru enginn sérstakur hópur. Þeir eru og verða einfarar. Þeir tala fyrir sjálfa sig og engan annan. Og þar með tekst þeim að varpa ljósi á það sem hvílir á hinum almenna borgara.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.