Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 91
TMM 2016 · 3 91 Joachim B. Schmidt Fuglarnir í rjáfrinu Þýðing: Bjarni Jónsson Árla morguns, þegar ég geng út á veröndina, kemur maríuerlan skoppandi. Hún er mikill ofurhugi, situr aldrei kyrr en stjáklar fram og aftur, tyllir sér á girðinguna og hoppar svo niður á hlaðið, rétt eins og gúmmíboltinn sem dótturdóttir mín á. Skyndilega þýtur hún fáeina metra í loft upp, líkt og til þess að færa sönnur á flughæfni sína; flugið líkist þó fremur skoppi og skömmu síðar lendir hún á veröndinni fyrir framan mig og lítur mig hornauga. Fuglarnir hafa hreiðrað um sig uppi undir rjáfrinu, innst í skúrnum. Sama par og dvalið hefur sumarlangt hér á bænum síðustu árin. Kvenfuglinn er forvitinn. Heilsar mér á hverjum morgni. Ég kalla til hennar: góðan daginn, vinan, hvernig hefurðu það? Stundum finnst mér eins og hún svari, en ég skil hana auðvitað ekki. Sumir myndu segja að hún væri bara í leit að æti, en ég hef reynt að gefa henni matarleifar: brauðmola, eplabita, meira að segja kökumylsnu. Hún virðir matinn fyrir sér, kroppar stundum í brauðið, en ég er ekki viss um að hún sé svöng. Ef eplabitar eru í boði, kemur skógarþrösturinn stundum aðvífandi. Hann er stærri en maríuerlan og ekki alveg jafn frakkur. Hann er varkár, nælir sér ekki í bitana fyrr en ég er kominn heim að skúrnum, lætur sig svo hverfa undireins. Þetta er einn af farfuglunum sem sækja Ísland heim á hverju sumri. Hann unir sér vel í trjánum sem afi minn og móðir gróðursettu umhverfis bæinn fyrir fimmtíu árum. Þú veltir því sjálfsagt fyrir þér hvers vegna faðir minn hafi ekki gróðursett tré. Á því er einföld skýring: faðir minn er í raun og veru ekki til. Ég er ekki einu sinni kenndur við hann. Mamma lét skíra mig Jón Haukdal. Ég dreg þannig nafn mitt af þessum dal og er mjög ánægður með það. Faðerni mitt er auðvitað á allra vitorði. En ég er ekki bitur út í manninn, hreint aldeilis ekki. Á sínum tíma hefði óskilgetinn krói svo auðveldlega eyðilagt fyrir honum starfsferilinn. Hann var af ríku og fínu fólki sem rakti rætur sínar til Danmerkur, var á sínum tíma yngsti þingmaður landsins og hamingjusamlega kvæntur maður allt þar til hann lést, fyrir rúmlega áratug. Móðir mín, kornung og hrífandi, var stofustúlka á heimili hans í Reykjavík. Ég þarf því víst ekki að útskýra uppruna minn frekar og ástæður þess að mamma missti vinnuna og flutti aftur heim til foreldra sinni í sveitinni sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.