Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 93
F u g l a r n i r í r j á f r i n u TMM 2016 · 3 93 „Hann á eftir að rigna á morgun,“ segir hann. „Hefurðu það frá fuglunum?“ „Heyrirðu ekki í hrossagauknum? Flúlúlúlú. Það boðar yfirleitt vætu þegar hann framkallar þetta furðulega hljóð með vængjunum.“ „Lætur hann ekki alltaf svona? Þú ert löngu hættur að heyra þetta. Ertu ekki bara farinn að missa heyrn?“ „Þetta hljóð er svo furðulegt að ég lít upp í himininn í hvert sinn til þess að gá hvort hrossagaukurinn hafi fest á sig orgelpípu.“ „Pabbi … er ekki allt í lagi?“ Bóndinn tekur utan um dóttur sína og þrýstir henni að sér, missir þó aldrei sjónar af hrossagauknum sem bregður á steypiflug yfir engjunum. „Hún amma þín. Hjúkrunarkonan segir að hún eigi skammt eftir ólifað.“ Tárin hrynja niður vanga ungu konunnar. Bóndinn dregur upp vasa- klútinn og bregður honum undir nefið á henni. Hún hrekkur undan með viðurstyggð í svipnum, er næstum búin að hella niður kaffinu, en fær ekki varist hlátri. „Amma þín er komin hátt á níræðisaldur. Við skulum leyfa henni að fara.“ Unga konan kinkar kolli og þerrar tárin úr andlitinu með snýtubréfi. „Hefur hún nokkurn tíma talað við þig um pabba þinn? Ég meina, hvernig þetta var allt saman?“ Bóndinn smellir í góm. „Ég veit ekki annað en það sem föðursystir mín sagði. Alexandra. Hún heimsótti okkur alltaf á fimmtudögum þegar ég var barn. Hún var eins konar guðmóðir, kom færandi hendi með matvörur í poka og stundum föt eða leikföng handa mér. Mamma hefði aldrei komist af, ef hennar hefði ekki notið við.“ „Og var það pabbi þinn sem kom því í kring?“ „Ég veit það ekki, satt best að segja. Hann var náttúrlega kominn á þann aldur … það má segja að þetta hafi verið einhvers konar mútur. Hann var skrifstofustjóri í Landsréttinum. Vanur því að menn sætu og stæðu að hans geðþótta.“ „Ég held að það hafi ekki verið þannig,“ svarar unga konan. „Ég meina, þá hefði hann bara borgað. Þetta fólk átti nóga peninga. En það, að einhver skuli hafa litið til með ykkur, keypt í matinn og svoleiðis … það bendir til þess að honum hafi ekki staðið á sama.“ „Það má vel vera að þú hafir rétt fyrir þér.“ „Kannski elskuðu foreldar þínir hvort annað. Á laun!“ „Já, ég hef stundum leitt hugann að því.“ „Spurðirðu hana aldrei?“ „Nei, hvernig þá?“ „Þú spyrð bara! Farðu, spurðu hana, áður en það er um seinan. Við eigum það skilið, að fá eitthvert svar.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.