Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 99
TMM 2016 · 3 99 Elías Knörr XXX Í þágu ljóðlistarinnar: XXX Í þágu ljóðlistarinnar teljum við að ljóð megi hvorki byrja né enda á skáldinu sjálfu. Höfundurinn er aðeins miðill, hann færir fram sýnishorn af listum á mannamáli og verður að víkja fyrir verki sínu, standa að baki sem editor, útgefandi eða túlkur textans. Þó hann sé skapari á hann að haga sér eins og textafræðingur og þýðandi við vinnu sína. Einnig verður höfundur að vera hógvær og gleypur (gegndræpur/gljúpur …?), láta hafsjó sköpunar- möguleika drekkja sér, svo að hann geti alltaf fundið eitthvað nýtt til að efla tjáningarleikni sína og auðga málið. Hann á að sökkva í mjöðinn. Sömuleiðis á hann að eftirláta skáldapúltið þeim röddum sem fyrirfinnast í umhverfinu; en margrödduð sköpun eða pólífónían er nauðsynlegur kostur til að knýja og magna sköpunargáfuna. Innblástur verður þá að vera utanskálds: hann á að koma utan frá höfundinum – vera eins ytri og mögulegt er. Skáld þarf hvorki að vera málvísindamaður né heimspekingur til að átta sig á því að tungumál eru ekkert nema eins konar fjöldahillingar, síbreyti- legt félagslegt fyrirbæri sem fólk skynjar í huganum og lærir að þekkja en er í eðli sínu varla raunverulegt. Eins gildir um íslensku, lwyma, kreólamál, forngrísku, slettur eða hvaða tungu sem er; bæði málið og fagurfræði þess grundvallast einlægt og undantekningarlaust á slembikenndum hugtökum sem samþykkt voru af viðeigandi málfélagi. En við teljum að þetta vitsmuna- lega og hillingarlega eðli mannamála sé aðalþátturinn í ljóðlistarfegurðinni, því þar með reynast tungumál opin fyrir óþrotlegum möguleikum og geta þau auðgast endalaust. Slíkt eðli veldur líka því að tungumál eru einkar viðkvæm: Vandamál í málhæfni eða hegðun tiltekins málfélags felur einnig í sér vandamál í tungumáli þess. Og að sjálfsögðu er ómögulegt að tungumál geti lifað af án okkar! En sömuleiðis geta notkun og sköpun á tilteknu máli styrkt mál- kerfið með álíka hætti og ný heilafrumutenging styrkir heilahvelin. Og í þessum skilningi má telja að bókmenntaleg sköpun sé á ábyrgð hvers og eins mælanda. Skáldið á að uppgötva, afhjúpa fegurðina; bjarga henni úr merkingar- leysinu og veita henni samhengi þar sem ‚hið póetíska hlutverk‘ málsins standi í brennidepli og skilaboð fái að rætast sem list. Hvað fagurfræði varðar kjósum við að grundvalla sköpunina á ljóðmyndum og krafti þeirra,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.