Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 109
A l l t a f s a m a s a g a n TMM 2016 · 3 109 sem ungur maður verða þó aðrir draumar tónlistinni yfirsterkari. Kiddi fer á síld og þénar vel og eftir það liggur leiðin til Reykjavíkur þar sem hann leitar allra leiða til að verða sér úti um peninga, fyrst sem verkamaður, síðar sem smáatvinnurekandi og síðast sem sjoppueigandi. Þegar Kiddi starfar við múrverk kynnist hann ungum pilti sem nefnist Thor. Þeir verða ágætir kunningjar og það líður ekki á löngu þar til kemur í ljós að Thor dreymir um að verða rithöfundur og hefur gefið út litla bók sem nefnist: „Fra en anden klode“ eða Frá öðrum hnetti. Nokkru síðar, þegar Thor hefur flutt til Kaupmannahafnar til að freista gæfunnar berast Kidda þessar fréttir af vini sínum í útvarpinu: Thor, knægten fra Øst-Island, som han havde stået på venskablig fod med, mens de arbejdede sammen som murerhåndlangere og senere seom havnearbejdere, var til- delt en hæderspris is Danmark. Ingen ringere end H.C. Andersen-Mindemedaillen med medfølgende honorarudbetaling og bogudgivelse. Speakeren sagde, at hæd- ersprisen var blevet givet i forbindelse med en romankonkurrance. Det vil sige, Thor var blevet vinderen. Island føler sig stolt over, at endnu en af landets sønner er blvet hædret i udlandet … Hvad de derimod ikke omtalte i ratioen, men hved han, Kiddi, vidste, var, at Thor helt havde stået uden for „jernsystemet“; havde ingen skoleuddannelse og kunde sand- ynligvis ikke så meget som ét dansk ord, da han forlod sit fædreland, kun fem eller seks år før han skrev sin prisroman.15 Vinden blæser er að mörgu leyti mjög keimlík Heitbaugnum og En það er ekki ókeypis. Sögð er saga íslensks karlmanns frá æskuárum og þar til hann er kominn fast að starfslokum. Vinátta við annan karlmann, kvennafar og skemmtanir koma nokkuð við sögu framanaf, en smám saman flyst athygli sögunnar frá þessari meginsögu yfir á aukapersónu sem er rithöfundur og líkist í flestu Þorsteini sjálfum. Í báðum bókunum vinnur þessi rithöfundur til sömu bókmenntaverðlauna og Þorsteinn sjálfur. Þegar litið er yfir höfundarverk Þorsteins Stefánssonar í heild kemur þess vegna í ljós býsna áhugavert mynstur. Allar skáldsögur hans fela í sér á einn eða annan hátt sömu söguna, söguna af ungum íslenskum rithöfundi sem dreymir um frama, fyrst sem höfundur á dönsku, seinna sem alþjóðlega viðurkenndur höfundur. Það er freistandi að sjá þessa sögu sem óskadraum og það verður jafnvel svolítið kómískt þegar sögumaður í næststíðustu skáld- sögu hans vísar til íslenska höfundarins, sem hefur skrifað sögu með sama titli og höfundurinn sjálfur og notið sömu viðurkenninga, sem „Den ver- densberømte forfatter“. Þorsteinn sjálfur varð sannarlega ekki heimsfrægur. Það er freistandi að setja höfundarverk Þorsteins í heild sinni í samhengi við ævi hans sjálfs. Hann fluttist til Danmerkur sem bráðungur maður, eftir stutta dvöl í höfuðborginni, og sneri ekki aftur til Íslands nema sem gestur. Hann virðist festast í tveimur yrkisefnum, annars vegar skrifar hann upp aftur og aftur söguna af dal bernskunnar, hins vegar skrifar hann tvær
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.