Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 110

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 110
110 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? skáldsögur, mjög keimlíkar sem lýsa dvöl ungra Íslendinga í Danmörku þar sem hann sjálfur eða einhverskonar hliðarsjálf hans birtist sem nokkuð fyrirferðarmikil aukapersóna. Danski bókmenntafræðingurinn John Helt Haarder hefur í nokkrum greinum og nýlegri bók fjallað um það sem hann kallar „Performativ bio- grafisme“. Með hugtakinu leitast hann við að ná utan um það hvernig rithöf- undar og aðrir listamenn samtímans nota eigin ævi og persónu sem hráefni í listsköpun, hvernig þeir setja sig á svið í margvíslegum skilningi, ekki bara í viðtölum, framkomu á opinberum vettvangi og í greinaskrifum heldur ekki síður í verkum sínum.16 Þótt Haarder hafi smíðað hugtakið til að ná utan um hræringar í samtímalist og þá bylgju sjálfsævisögulegra skrifa og viðburða sem hefur riðið yfir bókmenntir síðustu ára sýnist mér það ekki síður gagnlegt til að lýsa ýmsum höfundum á 20. öld. Við þurfum ekki annað en að líta til þriggja stærstu prósahöfunda íslenskrar bókmenntasögu á öldinni, Halldórs Laxness, Þórbergs Þórðarsonar og Gunnars Gunnarssonar til að það blasi við. Rithöfundar smíða goðsagnir um sína eigin ævi. Viðfangsefni þeirra sem skrifa ævisögur skálda felst einatt í því að greina slíkar goðsagnir, ekki síst með því að kanna hvernig þær verða til í samræðu við lesendur, aðra höfunda, gagnrýnendur, blaðamenn, höfunda bókmenntasögulegra yfirlitsverka og aðra fræðimenn. Saga Þorsteins Stefánssonar er nokkuð sérkennileg, einnig hvað þetta varðar. Frá því að fyrsta skáldsaga hans kemur út á dönsku árið 1942 og næstu þrjátíu árin gefur hann út sögur sem eru allar tilbrigði við þá fyrstu. Sagan sem Þorsteinn segir í öllum sínum verkum er í raun sagan af því hvernig hann varð rithöfundur, lengra kemst hann ekki. Það er eins og öll verk hans leiti aftur að þessum punkti, sigrinum sem hann vann þegar hann vann dönsk bókmenntaverðlaun sem ungur maður og fékk viður- kenningu bókmenntasamfélagsins þar sem hann hafði numið land. En hann hefur ekki fleiri sögur að segja. Hann dagar uppi sem rithöfundur á þessari sigurstund. Það sem er forvitnilegt við þessa sögu Þorsteins og það sem gerir hana í mínum augum nokkuð sorglega, er ekki bara endurtekningin, heldur hitt að sviðsetningin fer fram næstum því í einrúmi. Sú saga sem Þorsteinn segir í sífellu af sjálfum sér virðist eiga sífellt minni hljómbotn meðal lesenda og þeirra sem stýra viðtökum skáldverka. Birgir Stefánsson segir um verk Þorsteins í einni af fáum greinum sem birst hafa um verk hans á íslensku: Það fer ekki á milli mála að skáldsögur Þorsteins Stefánssonar eru sprottnar úr íslenskum veruleika og persónulegri reynslu höfundar heima á Austfjörðum, í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Nöfn persóna og staða koma staðkunnugum mönnum á Austfjörðum kunnuglega fyrir sjónir svo og ýmsar persónulýsingar og atburðir. Þegar skrifað er á öðru tungumáli í framandi landi þarf færra að dulbúa í þessum efnum. Það nýtir höfundurinn sér og frásögnin verður því persónulegri og nánari en ella. Þetta má skoða sem ákveðna aðferð til að yfirstíga fjarlægð í rúmi og tíma og halda tengslum við veröld sem var.17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.