Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 139

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 139
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2016 · 3 139 yrðu varla útkljáð nema í nýrri styrjöld virðist hafa verið talsvert útbreidd í álf- unni, Frakkar undu illa málalokum styrjaldarinnar við Prússa 1870 og vildu óðir og uppvægir endurheimta Elsass- Lótringen, og Englendingum stóð stuggur af uppgangi Þjóðverja, sérstak- lega eftir að þeir tóku til við að efla til muna herskipaflotann – að nýlendu- brölti þessara þjóða ógleymdu. Þessi hugsunarháttur kemur víða fram og mætti ekki síst nefna þann ara- grúa af sögum sem samdar voru um „stríðið í framtíðinni“ á árunum milli fransk-prússnesku styrjaldarinnar 1870 og upphafs heimsstyrjaldarinnar 1914. Slíkar sögur höfðu verið skrifaðar áður og áttu enn framtíð fyrir sér, en senni- lega er þetta „bókaflóð“ á þeim tíma sem Frakkar kalla „la belle époque“, – „tímabilið fagra“ – einsdæmi í sögunni; þær birtust sem greinar, smásögur, framhaldssögur í blöðum og tímaritum, jafnvel blöðum fyrir börn og unglinga, oftsinnis myndskreyttar, og síðan í bók- arformi, sumar urðu hinar mestu met- sölubækur og voru þýddar um leið á önnur tungumál. Þessar sögur, sem fjallað er um í hinu merka riti „Voices Prophesying War“ eftir I.F. Clarke, eru langflestar fallnar í gleymsku, enda naumast merkilegar sem bókmenntir, og sagnfræðingum hættir til að leiða þær hjá sér, en hlutverk þeirra var mikil- vægt, þær endurspegla ekki aðeins and- rúmsloft tímans heldur áttu mikinn þátt í að móta það, jafnvel mætti segja að þær hafi stuðlað að því að sveigja rás sögunnar. Sögurnar um „stríðið í framtíðinni“ voru nákvæmlega í takt við stjórnmála- ástandið í Evrópu á ritunartíma sínum og sviptingar þess, þær fjalla um styrj- aldir við þá sem voru erkióvinirnir hverju sinni, en það gat verið breytilegt. Það er því athyglisvert að þeim fór fjölg- andi upp úr 1890 og urðu jafnframt harkalegri, þjóðernisbrjálæðið fór út í hysteríu. Höfundarnir voru margir hverjir herforingjar eða menn í nánum tengslum við her og flota og settu fram hugmyndir sem voru á sveimi í þeim krikum, eða hugmyndir sem þeir vildu koma á framfæri, en einnig lögðu rithöf- undar gjörva hönd á plóginn og er þeirra framlag merkast. Segja má að þessi blekiðja skiptist í tvennt, annars vegar sögur um innrás og ósigur, og voru þær gerðar til að hrista menn upp úr andvaraleysinu, fá þá til að hækka útgjöld til hermála ennþá meir, en hins vegar sögur um sigursælar styrjaldir, þær hefjast á svikulu undirferli og lúa- legum bellibrögðum óvinarins og þeim lyktar með því að hann bíður endanlegt afhroð. Í Frakklandi fjölluðu sögurnar eink- um um hefnd gegn Þjóðverjum, styrj- aldir sem sneru við ósigrinum 1870, þar endurheimta Frakkar allt sem þeir höfðu misst og létu Þjóðverja þola allt sem þeir höfðu sjálfir mátt þola og gengu svo frá þeim að ekki væri lengur nein hætta úr þeirri átt, kannske var Þýskalandi skipt upp í meinlaus smáríki þannig að klukkunni var seinkað til tímans áður en Járnkanslarinn komst til valda eða enn lengur aftur í tímann. En þegar sem mestar viðsjár voru með Frökkum og Englendingum snerust sögurnar einnig um það hvernig Frakk- ar ganga milli bols og höfuðs á óvinin- um handan Ermarsunds, og kemur þá í ljós að þótt Þjóðverjar væru aðalfjend- urnir var hatrið á Englendingum mikl- um mun sterkara. Um það ber vitni saga eins og „Ekkert England framar“ (1887), sem prentuð var sex sinnum á útgáfuár- inu og lyktar með því að Englendingar eru dæmdir til eilífrar innilokunar á því sem þeir halda eftir af sinni eyju, þeir missa allar sínar nýlendur en Frakkar fá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.