Hugur - 01.01.2014, Síða 5
Hugur | 26. ár, 2014 | s. 5–8
Inngangur ritstjóra
Sú mynd er gjarnan dregin upp af heimspekingnum að hann sé utan við sig og
utan raunveruleikans að mestu leyti, en fáist við ójarðtengda hluti sem svífa ein-
hvernveginn ofan og utan alls sem skiptir máli. Þessi utan við sig og auðnulausi
einstaklingur segir svo eitthvað gáfulegt öðru hvoru, sem jafnvel er hægt að hafa
eftir á tyllidögum, en hefur ekki raunveruleg áhrif á eitt né neitt, enda er það
ekki hans hlutverk. Fag hans er lítt skiljanlegar hugleiðingar um enn torskildari
efni, og engan kraft og ekkert afl til að breyta einu né neinu að finna þar. Þetta er
vissulega skrumskæld mynd úr suðupotti menningarinnar og samsvarandi ýkjur
til um hvaða stétt sem er, en ég dreg hana hér upp af því að mér þykir merkileg sú
mynd sem hér er dregin upp af tengslum heimspeki og veruleika.
Þema Hugar að þessu sinni beinir sjónum að heimspeki sem vill taka beinan
þátt í raunveruleikanum, hafa bein áhrif á gjörðir fólks og er óhrædd við að greina
vandamál dagsins í dag með aðferðum heimspekinnar. Hagnýtt siðfræði er til-
raun heimspekinnar til að beita aðferðum, kenningum og hugtökum siðfræðinnar
á raunveruleg vandamál með það að markmiði að leysa þau, eða hjálpa til við að
leysa þau.
Mjög einfaldað dæmi um það hvernig þetta ætti að fara fram væri af einstaklingi
sem stendur frammi fyrir því að þurfa að velja milli tveggja kosta sem hafa hvor
um sig ákveðnar siðferðilegar afleiðingar. Einstaklingurinn leitar á náðir ákveð-
innar kenningar innan siðfræðinnar til að átta sig betur á því hvaða siðferðilega
gildi breytni hans myndi raunverulega hafa, og jafnframt til að glöggva sig á því
hvað væri réttara að gera. Eftir að hafa komist að niðurstöðu breytir einstakling-
urinn eins og kenningin segir til um, og það tryggir, eða gerir í það minnsta mjög
líklegt, að breytnin sé siðferðilega rétt. Því miður gengur þetta sjaldan eða aldrei
svona einfaldlega fyrir sig í raun og veru. Eins og Vilhjálmur Árnason og Henry
Alexander Henrysson fjalla báðir um í greinum sínum, eru ákveðin vandkvæði á
því að beita siðferðilegum kenningum þegar kemur að siðferðilegri breytni, eða
því að leysa tiltekin vandamál.
Vilhjálmur greinir milli þriggja aðferða við greiningu siðfræðilegra viðfangs-
efna: beitingar kennisetninga (dæmið hér að ofan félli undir þessa nálgun), aðstæð-
ugreiningar og ígrundaðra siðadóma. Vilhjálmur bendir á að það sé sama hvaða
aðferð verði fyrir valinu, alltaf mæta okkur mjög alvarlegir annmarkar á aðferð-
inni. Þessi greining Vilhjálms verður honum ástæða til þess að beina sjónum að
lífsiðfræði sem slíkri, það er, fræðilegu og praktísku samhengi greinarinnar í heild
sinni. Vilhjámur telur að annmarkar sem aðferðirnar eiga sameiginlega bendi til
Hugur 2014-5.indd 5 19/01/2015 15:09:30