Hugur - 01.01.2014, Qupperneq 8
8 Inngangur ritstjóra
Marteinn Sindri Jónsson fæst við sjálfan tímann og hugmyndir okkar um hann
í síðkapítalískum samfélögum, og sér til fulltingis hefur hann Walter Benjamin,
Henri Bergson, Constantin Constantius og fleira gott fólk. Greining á hugmynd-
um ólíkra hugsuða um trúarbrögð, gerð þeirra og uppruna, verður hráefni í hug-
myndir um tímann, endurtekninguna og kraftbirtingu pepsídósarinnar.
Það er sérstök ánægja að í Hug sé að finna grein eftir Pál Skúlason. „Náttúran
í andlegum skilningi“ er góð viðbót við og áhugaverð framþróun á hugmyndum
sem Páll setti fram í Hugleiðingum við Öskju. Samband okkar við jörðina sem við
búum á hefur alltaf verið mikilvægt viðfangsefni, kannski ekki alltaf heimspek-
inga, heldur trúarbragða og bókmennta. Það má hinsvegar færa fyrir því góð rök
að þetta samband hafi öðlast enn meira mikilvægi í ljósi þeirrar náttúruvár sem
blasir við mannkyni ef ekkert verður að gert. Frekari skilningur á því hvað felst í
því að hugtaka náttúruna er úrlausnarefni sem heimspekin verður að taka að sér
að leysa. Gein Páls er þarft innlegg í umræðu sem á að eiga sér stað innan grein-
arinnar.
Það hefur verið mjög lærdómsríkt að vera ritstjóri Hugar. Það er allt annað en
einfalt að halda úti jafn metnaðarfullu tímariti og Hugur er. Ég vona að mér hafi
tekist að halda uppi merkjum þessi tvö ár sem mér var falið þetta trúnaðarstarf.
Hugur verður ekki að veruleika á hverju ári nema vegna þess að hópur fólks gefur
vinnu sína og er tilbúið að hjálpa til. Án þessara einstaklinga væri ekki hægt gefa
út Hug í því formi sem hann er í. Höfundar efnis, þýðendur, ritrýnar, stjórn Félags
áhugamanna um heimspeki og ritnefnd Hugar, þetta eru þau sem í raun og veru
gera þetta mögulegt. Þessu fólki eru því hér með færðar sérstakar þakkir.
Ef ég ætti að velja eitt hugtak til að lýsa efni þessara tveggja árganga sem ég hef
haft umsjón með, þá væri það „margradda“. Í þessum tveimur tölublöðum hafa
komið fram ótrúlega fjölbreyttar raddir úr nánast öllum kimum heimspekinnar.
Þessi fjölröddun er einkenni á heimspeki á Íslandi, einkenni sem er mjög mikil-
vægt að halda í og hlúa að. Því miður er ein rödd sem hefði mátt heyrast skýrar í
báðum tölublöðum, en það er rödd kvenkyns heimspekinga. Ég hef enga einfalda
lausn á því hvernig best sé að bæta úr þessari vöntun, en það er mikilvægt að leita
lausna. Það er nauðsynlegt fyrir viðgang heimspekinnar að það sé tryggt eins
framarlega og unnt er að ekki sé kynjahalli innan hennar, á neinu sviði. Sem betur
fer þarf ekki að örvænta, við eigum á að skipa frábærum kvenkyns heimspeking-
um, þeir eru bara því miður að miklu leyti fjarverandi hér. Ég vona að þessi orð
mín verki sem brýning. Ég held að viðleitni Félags áhugamanna um heimspeki
sem felst í breytingum á lögum félagsins og er kynnt í pistli stjórnar sé skref í átt
til lausnar á þessu viðfangsefni.
Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stjórn Félags áhugamanna um heimspeki
það traust sem mér var sýnt með því að gera mig að ritstjóra, einnig vil ég þakka
öllu því frábæra fólki sem lagði hönd á plóginn. Ég óska verðandi ritstjóra vel-
farnaðar í starfi, og vona að Hugur eigi eftir að halda áfram að vera það sem hann
er í dag, metnaðarfull og áhugaverð útgáfa.
Jóhannes Dagsson
Hugur 2014-5.indd 8 19/01/2015 15:09:30