Hugur - 01.01.2014, Side 11
Uppreisn gegn hefðinni 11
loknu hafði hann eiginlega misst áhugann á barnakennslu en fengið mikinn áhuga á
erlendum málum.
Einu erlendu málin í Kennaraskólanum voru enska og danska. Ég tók því þá
ákvörðun að lesa utanskóla til stúdentsprófs í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég
las undir stúdentsprófið veturinn eftir að ég útskrifaðist úr Kennaraskólanum og
tók prófið um vorið. Það var heilmikið puð að læra latínu, frönsku og þýsku að
mestu upp á eigin spýtur á svona stuttum tíma. Ég bað um að fá að sitja í tímum
í 6. bekk í latínu og frönsku en fékk það ekki!
Næsta vetur stundaði Gunnar nám við Háskóla Íslands í ensku, dönsku, frönsku og
í svokölluðum forspjallsvísindum. Að því búnu hélt hann til Edinborgar til að leggja
stund á ensku. En enskunámið féll honum ekki vel og eftir tveggja til þriggja vetra
nám í enskunni skipti hann yfir í heimspeki sem aðalgrein.
Ég fékk áhuga á heimspeki þegar ég sótti inngangsnámskeið í heimspeki hjá
John Macmurray sem var prófessor í siðfræði við háskólann í Edinborg. Ég hafði
reyndar mjög óljósa hugmynd um út í hvað ég var að fara en fannst eitthvað
heillandi við þennan hugmyndaheim og vildi kynnast honum frekar. Ég hef lík-
lega verið að byrja að uppgötva hugtakalega hugsun og rökhugsun en lítið hafði
farið fyrir þeirri tegund hugsunar á námsferli mínum,
segir Gunnar og bætir svo við að forspjallsvísindin í Háskóla Íslands hafi ekki átt neinn
þátt í því að hann fékk áhuga á þessari fræðigrein. Í framhaldi af þessum vangaveltum
um hugsunina verður Gunnari hugsað til námsins í Kennaraskólanum og segir:
Þetta var ansi mikill utanaðlærdómur, snerist meira um að leggja á minnið en að
skilja, alltént í hinum hefðbundnu gagnfræðaskólafögum, og nemendur voru ekki
hvattir til að hugsa sjálfstætt og lesa með gagnrýnum huga. Að vísu komst maður
ekki hjá því að hugsa við undirbúning undir æfingakennsluna, í kennslutímunum
og ekki síður við ritgerðasmíð hjá Freysteini skólastjóra. Þá þurfti maður að láta
sér detta eitthvað í hug! En gagnrýnin hugsun var langt undan! Einn kenn-
arinn, Broddi Jóhannesson, skar sig þó mikið úr. Hann var ekki svo bundinn við
kennslubókina. Kennsla hans í uppeldis- og sálarfræði og skólasögu fékk mann
til að hugsa og leitast við að skilja frekar en að leggja sem mest á minnið. Ég tel
að Broddi hafi átt mikinn þátt í því að ég fór í framhaldsnám.
Edinborg og heimspekin
Í Edinborg kynntist Gunnar Jónasi Pálssyni, sem síðar varð rektor Kennaraháskóla Ís-
lands, en þeir Gunnar áttu eftir að verða aldavinir og tíðir gestir á heimspekifyrirlestr-
um. Af öðrum Íslendingum sem Gunnar kynntist í Edinborg má nefna Pál Árdal, sem
síðar varð prófessor í heimspeki við Queens-háskóla í Kingston í Kanada, og Hermann
Pálsson, sem átti eftir að verða prófessor í íslensku við háskólann í Edinborg.
Af heimspekikennurum við háskólann í Edinborg hafði Macmurray mest áhrif á
Gunnar. Hann segir frá því að Macmurray hafði skrifað merkilegar bækur heim-
Hugur 2014-5.indd 11 19/01/2015 15:09:30