Hugur - 01.01.2014, Side 12
12 Ólafur Páll Jónsson ræðir við Gunnar Ragnarsson
spekilegs efnis, fyrst og fremst ætlaðar upplýstum almenningi frekar en heimspekingum,
meðal annars Freedom in the Modern World sem samanstendur af erindum sem
hann flutti í BBC upp úr 1930 og vöktu þá gífurlega athygli. Einnig nefnir hann
Reason and Emotion, sem er safn greina þar sem rauði þráðurinn er skynsemin sem
býr í tilfinningunum, og loks Interpreting the Universe sem er mjög frumlegt rit um
þekkingarfræði:
Ég hreifst mjög af Interpreting the Universe, það var eins og nýr heimur opnaðist
fyrir manni, heimur röklegrar hugsunar. Í sambandi við þessa bók vil ég vekja
sérstaka athygli á fyrsta kafla sem ber yfirskriftina „The Universe in Immediate
Experience“. Þar er að finna bestu þekkingarfræðilega lýsingu á beinni reynslu
eða upplifun sem ég hef lesið. Það er fróðlegt að bera hana saman við skynreynda-
lýsingu Russells í The Problems of Philosophy.
Macmurray er mjög róttækur gagnýnandi vestrænnar heimspekihefðar. Hann
hafnar hinni frægu cogito-setningu Descartes, „Ég hugsa, þess vegna er ég til“,
sem gerir sjálfið að einberri hugveru, og skilgreinir sjálfið sem geranda í staðinn.
Athöfn er lykilhugtak. Að því leyti er Macmurray sömu skoðunar og bandarísku
pragmatistarnir. – Fyrra bindi Gifford-fyrirlestra hans heitir einmitt The Self as
Agent. Og sjálfið sem gerandi er ekki einöngruð hugvera eins og hjá Descartes
heldur er það persóna í samfélagi persóna. Um það fjallar seinna bindi Gifford-
fyrirlestranna, Persons in Relation. Gagnrýni Macmurrays á heimspekihefðina er
tvíþætt. Hún gengur út frá því að hin hefðbundna afstaða sé bæði fræðileg (e.
theoretical) og sjálfhverf (e. egocentric). Hún er fræðileg í þeim skilningi að litið
er á sjálfið sem hugveru sem heimurinn er viðfang fyrir. Og afstaðan er sjálfhverf
vegna þess að í hugsuninni einangrar sjálfið sig frá þátttöku í athafnalífi heims-
ins. Útfærsla Macmurrays á gagnrýni sinni á þessa afstöðu sýnir heimspekina í
nýstárlegu ljósi.
Í Edinborg fékk Gunnar einnig mikinn áhuga á þekkingarfræðilegri afstöðu annars
kennara, Angus Sinclair.
Ég sökkti mér niður í bók hans The Conditions of Knowing sem kom út um það
leyti sem ég var að byrja í heimspekinni. Þetta er mjög frumlegt rit um þekk-
ingarfræði og ólíkt Interpreting the Universe. Báðar þessar bækur, þótt ólíkar séu,
vöktu áhuga minn á þekkingarfræði. Og þegar ég fór að lesa Hume og Kant í
alvöru fékk ég mestan áhuga á þekkingarfræði þeirra.
Í siðfræði hallaðist Gunnar frekar á sveif með Hume en Kant, honum þótti skyldusið-
fræði Kants allt of einstrengingsleg:
Hún útilokar tilfinningar og einblínir á skynsemina eða rökvitið. Er ekki afstaða
Humes til siðferðisins nær lagi: samhygð og tilfinningar í öndvegi? – Þekkingar-
fræði Kants, sem er gríðarlega flókin, hefur valdið mér miklum heilabrotum
gegnum tíðina. Hófstillt efahyggja Humes er ekki svo galin.
Um aðra heimspekinga sem urðu á vegi Gunnars í náminu í Edinborg segir hann:
Hugur 2014-5.indd 12 19/01/2015 15:09:30