Hugur - 01.01.2014, Page 13
Uppreisn gegn hefðinni 13
John Stuart Mill er mér ekki sérlega minnisstæður enda þótt maður læsi Nytja-
stefnuna og Frelsið. Ég fór ekki að meta frelsisritið mikla að verðleikum fyrr en ég
las það í íslenskri þýðingu mörgum árum seinna. Mig hefur víst ekki órað fyrir að
ég ætti eftir að snúa fyrrnefnda ritinu, þessari margslungnu hamingjusiðfræði, á
móðurmálið. Á Platoni fékk ég ekki verulegan áhuga fyrr en löngu seinna. Í forn-
aldarheimspeki voru nokkrar samræður hans lesnar. Ég man sérstaklega eftir Rík-
inu. Um Aristóteles er flest óljóst í minningunni! Hins vegar rifjast það upp fyrir
mér að ég fór að huga að tilvistarstefnunni fyrir áhrif frá Macmurray en hann var
að einhverju leyti hallur undir hana, þá grein hennar sem hefur verið kölluð „pers-
ónuhyggja“. Ég var árum saman viðloðandi þessa stefnu og las töluvert á þeim
vettvangi, einkum verk eftir Kierkegaard, Sartre og Gabriel Marcel.
Þeir heimspekingar sem höfðu mest áhrif á Gunnar, þeir Macmurray og Sinclair, urðu
aldrei hluti af meginstraumi heimspekinnar. Gunnar telur að það hafi verið vegna
þess að rökgreining og málspeki hafi verið að ryðja sér til rúms í breskri heimspeki um
þetta leyti og þeir einfaldlega lent utangarðs í þeim hræringum. „Reyndar hafa menn
verið að endurvekja heimspeki Macmurrays undanfarna tvo til þrjá áratugi,“ segir
Gunnar og vitnar í ævisöguritara sem segir að heimspeki Macmurrays sé „best varð-
veitta leyndarmálið í breskri 20. aldar heimspeki“.
Ég veit ekki til að heimspekingar hafi gert neitt með þekkingarfræði Sinclairs
sem ég tel að sé vel þess virði að rannsaka. Sinclair var að mörgu leyti uppreisnar-
maður gegn hefðinni líkt og Macmurray. – Ég ætti kannski að skjóta hér inn
nokkrum athugasemdum um kynni mín af heimspeki Wittgensteins. Árið sem
Rannsóknir í heimspeki komu út kynnti þær á fundi í heimspekifélagi heim-
spekideildar prófessor í sálarfræði – ekki í heimspeki! Mér er það minnisstætt að
hann ræddi sérstaklega um afstöðu höfundar til tungumálsins, hina margvíslegu
notkun þess. Áður hafði ég gert einhverja tilraun til að lesa Tractatus – eina rit
Wittgensteins sem kom út meðan hann lifði – en nánast ekkert botnað í honum.
Þótt grundvallarmunur sé á heimspekilegri afstöðu hans í fyrra og seinna ritinu
telja þeir heimspekingar sem meta hann mikils bæði verkin snilldarverk. Rann-
sóknir í heimspeki hafa haft feikileg áhrif þar sem segja má að málspeki í anda
Wittgensteins hafi ráðið ríkjum á seinni hluta síðustu aldar, einkum í hinum
enskumælandi heimi. – Áhugafólki um Wittgenstein til fróðleiks má geta þess að
í öllum þremur samræðubókum Bryans Magee er samræða um heimspeki hans.
Af öðrum áhrifavöldum í heimspekilegu lífi Gunnars má nefna Pál Árdal. Páll var í
framhaldsnámi í heimspeki þegar Gunnar kom til Edinborgar. Eins og Gunnar ætlaði
hann ekki að læra heimspeki þegar hann hóf nám við Edinborgarháskóla. En svo fór
að hann lauk doktorsprófi í heimspeki Humes og gerðist seinna prófessor við Queens-
háskóla í Kingston í Kanada þar sem hann varð einkum frægur fyrir túlkun sína á
heimspeki Humes. Hugmyndir Páls Árdal um heimspeki Humes hafa komið út á bók á
íslensku, Siðferði og mannlegt eðli.
Eftir að Gunnar kom heim frá náminu í Edinborg fékk hann vinnu hjá Lands-
bókasafninu og var þar í tæp þrjú ár. Jafnframt kenndi hann dálítið við Kennaraskól-
Hugur 2014-5.indd 13 19/01/2015 15:09:30