Hugur - 01.01.2014, Page 14
14 Ólafur Páll Jónsson ræðir við Gunnar Ragnarsson
ann og Námsflokka Reykjavíkur. Þá vann hann um skeið við endurskoðun Ágústs Sig-
urðssonar á Danskri orðabók með íslenzkum þýðingum eftir Freystein Gunnarsson,
skólastjóra Kennaraskólans. Og eins og gengur og gerist rak fleira á fjörur Gunnars:
Til gamans má geta þess að ég var beðinn að flytja erindi um heimsfræði Helga
Pjeturss jarðfræðings á málþingi sem átti að halda í tilefni af 85 ára afmæli hans.
Ég hafði einhverja nasasjón af kenningum hans og féllst á að gera þetta eftir að
hafa bent á þrjá menn, að mig minnir, sem ég taldi að mundu þekkja kenningar
Helga betur en ég. Enginn þeirra vildi takast þetta á hendur. Ég sökkti mér nú
ofan í Nýal Helga, sem hefur undirtitilinn: Nokkur íslensk drög til heimsfræði og líf-
fræði. Helgi leggur mikla áherslu á að kenningar sínar séu vísindi og erindið sem
ég setti saman var að mestu leyti gagnrýni á þá fullyrðingu. Kenningu hans um
„hið mikla samband“ og „draumakenninguna“ gagnrýndi ég á þeim forsendum
að þær væru ekki vísindalegar í skilningi raunvísinda, eins og Helgi hélt fram.
Þessi gagnrýni féll ekki í góðan jarðveg hjá nýalssinnum, enda lýsti formaður
félags nýalssinna því yfir að erindið hefði ekki verið um heimsfræði Helga og
þeir myndu halda aðra samkundu þar sem kenningar Helga yrðu ræddar í alvöru.
Málþingið var vitanlega fyrst og fremst um Helga sem jarðfræðing því á þeim
vettvangi var hann góður vísindamaður, gerði þar frumlegar uppgötvanir um ein-
hver atriði í jarðfræði Íslands sem ég kann ekki skil á. – Málþingið var haldið í
hátíðasal Háskólans og er þetta eina skiptið sem ég hef staðið þar í pontu!
Árið 1958 fékk Gunnar styrk frá Canada Council á Íslandi og fór þá til framhaldsnáms
í heimspeki við McGill-háskóla í Montreal og var þar veturinn 1958–1959.
Við McGill hafði ég hugsað mér að fara eitthvað í saumana á þekkingarfræði
Kants en komst fljótt að raun um að útilokað var að gera þar nokkuð af viti á
stuttum tíma með hliðsjón af öllum þeim ósköpum sem hafa verið skrifuð um
Gagnrýni hreinnar skynsemi. Ég sótti fyrirlestra um heimspeki Alfreds N. White-
head hjá prófessor við háskólann og fékk mikinn áhuga á henni. Hafði reyndar
grúskað eitthvað í Whitehead áður. Um heimspeki hans flutti ég svo nokkur er-
indi í Ríkisútvarpið veturinn eftir Kanadaárið.
Þegar ég spyr Gunnar hvort það hafi verið einhver tækifæri á Íslandi til að rækta
heimspekina á þessum árum segir hann:
Svarið við þessari spurningu er einfalt. Nei, það var ekkert að gera á þeim vett-
vangi. Heimspeki var þá ekki kennd í Háskóla Íslands, fyrir utan forspjallsvís-
indin sem einn kennari hafði á hendi. Og vitaskuld var ekki farið að kenna hana
í menntaskóla.
Eftir Kanadaárið starfaði Gunnar í Gjaldeyriseftirliti Seðlabankans í hartnær fjögur
ár og kenndi dönsku einn vetur við Menntaskólann í Reykjavík. En árið 1963 gerðist
hann skólastjóri Grunnskólans í Bolungarvík og var þar í 28 ár samfellt. Í skólastjóra-
starfinu var lítið svigrúm fyrir heimspeki, en síðustu sex árin sem hann var skólastjóri
í Bolungarvík kenndi hann heimspeki við Menntaskólann á Ísafirði: „Þeir höfðu gert
heimspeki að skyldunámsgrein í máladeild 4. bekkjar,“ segir Gunnar.
Hugur 2014-5.indd 14 19/01/2015 15:09:30