Hugur - 01.01.2014, Side 18
18 Ólafur Páll Jónsson ræðir við Gunnar Ragnarsson
og heimspeki menntunar. Það er kannski ekki úr vegi í því samhengi að geta
þess að Matthew Lipman, höfundur barnaheimspekinnar, segist hafa fengið hug-
myndina frá Dewey. Eins og fróðir menn vita er Dewey einn hinna þriggja klass-
ísku bandarísku pragmatista, sem ég hef kallað verkhyggjumenn, og róttækastur
þeirra í áherslunni á manninn sem athafanaveru (practice er lykilorð í hugsun
hans). Hinir eru William James og Charles S. Peirce. Ég dáist að Dewey fyrir að
hafa hugsað sig og skrifað frá hegelismanum sem hann aðhylltist lengi framan af.
Þar munu áhrif frá William James hafa verið að verki.
Eftir nokkrar vangaveltur um vestræna rökgreiningarheimspeki og einnig um Dewey
og heimspeki menntunar, víkur Gunnar málinu aftur að heimspekihefðinni.
Ég hef verið að komast á þá skoðun, eftir að ég fór að lesa verk pragmatistanna,
sérstaklega verk Deweys, að vestræn heimspeki muni færast í pragmatíska átt, ef
hún þá færist í nokkra sérstaka átt yfirhöfuð. Um þessar mundir virðist hún stefna
í margar ólíkar áttir! En hvað sem því líður hefur heimspekileg hugsun smám
saman verið að hverfa frá „þekkingarfræði áhorfandans“ (e. the spectator theory of
knowledge) eins og Dewey kallaði þá afstöðu sem hefur verið ríkjandi í vestrænni
heimspeki allt frá Forngrikkjum. Platonska afstaðan leitar út fyrir heiminn, að
einhverju sem gæti skýrt tilveru hans. Hins vegar leitar pragmatíska afstaðan inn í
heiminn og tekur fullt mark á raunvísindunum og þróunarkenningunni. Ekki svo
að skilja að heimspekin eigi að stæla aðferðir vísindanna. Hún á að rannsaka þær
og gagnrýna ef ástæða þykir til. Whitehead sagði að líta mætti á vestræna heim-
speki sem neðanmálsgreinar við Platon. Heyrir sú afstaða ekki sögunni til?
Enn hef ég ekki minnst á Nietzsche, en hann er kapítuli út af fyrir sig í heim-
spekilegum pælingum mínum. Ég fór ekki að lesa hann í alvöru fyrr en Handan
góðs og ills birtist á íslensku. Kant var kallaður „hinn mikli niðurrifsmaður“ þegar
hann færði almættið út fyrir þekkingarsviðið en það eru smámunir í samanburði
við niðurrif Nietzsches! Hugmyndir hans, til að mynda sjónarhornahyggjan,
eiga eflaust mikinn þátt í því að heimspekin hefur verið að fara í ýmsar áttir og
heimspekileg orðræða að líkjast meir bókmenntalegri orðræðu. Enda líkist hinn
myndhverfi og orðskviðafulli stíll Nietzsches meir skáldlegri orðræðu en heim-
spekilegri, þar er lítið um ítarlegan rökstuðning við skoðanir og kenningar.
Þeir heimspekingar sem Gunnari hefur orðið tíðrætt um eru allir karlar. Ég spyr hann
því hvort engar konur hafi haft áhrif á heimspeki hans.
Jú, ég get nefnt að minnsta kosti fjórar konur sem ég met mikils sem heimspek-
inga. Ég lagði mig eftir tilvistarstefnunni um langt árabil og þá las ég talsvert eftir
Mary Warnock sem sem er heimspekingur á siðfræðisviðinu. Hún hefur skrifað
fjölda bóka, m.a. um tilvistarstefnuna og Jean-Paul Sartre, The Philosophy of Sartre,
sem er allrækileg gagnrýnin umfjöllun um heimspekikenningar hans. – Nú, Iris
Murdoch, sem er siðfræðingur, hefur líka skrifað bók um Sartre, Sartre, Rom-
antic Rationalist. Varla þarf að taka það fram að tilvistarlegt sjónarhorn liggur til
grundvallar skáldsögum og leikritum Sartres. Heimspekilegasta skáldsaga hans er
La Nausée (Ógleðin), segir Murdoch. Fyrsti kafli bókarinnar er prýðileg úttekt á
Hugur 2014-5.indd 18 19/01/2015 15:09:30