Hugur - 01.01.2014, Page 24
24 Jón Bragi Pálsson
er menningarlegt ástand sem Macmurray telur einkenna samtíma sinn, ástand
þar sem persónan gleymist. Birtingarmyndir ástandsins telur hann tvenns konar,
annars vegar guðun (e. apotheosis) ríkisins og hins vegar hnignun trúarbragðanna.
Aukin áhersla á ríkisvaldið felur í sér að persónuleg ábyrgð dvínar og guðun rík-
isins veldur niðurbroti hins persónulega í mannlegum samfélögum. Ríkið kallar á
aukna skilvirkni í pólitískum og efnahagslegum aðgerðum sem hefur neikvæðar
afleiðingar fyrir hið persónulega í samfélaginu, það dregur úr frelsi og mannlegu
samfélagi er stjórnað án tillits til þarfa manna sem persóna, líkt og um efnislega
vél væri að ræða. Trúarbrögðin eru að mati Macmurrays vettvangur hins pers-
ónulega lífs og því er hnignun þeirra dæmi um hnignun hins persónulega. Allar
meiriháttar samfélagslegar byltingar í samtíma hans, fasisminn og kommúnism-
inn voru af þessum meiði, samkvæmt honum, þær leiddu til alræðisríkja og voru
því skýrar birtingarmyndir kreppunnar.7
Vandamál tvíhyggjunnar
Heimspeki tvíhyggjunnar er á margan hátt gölluð og mótsagnakennd að mati
Macmurrays. Tvíhyggjan er jafnframt rót „kreppu hins persónulega“ en um bein
tengsl hennar við kreppuna verður rætt síðar í þessari grein. Helsti vandi tvíhyggj-
unnar er sjálflægni (e. egocentrism) hennar en með því að ganga út frá hinu hugs-
andi sjálfi er hún óhjákvæmilega sjálflæg. Sjálfið er þá séð sem einangrað og óháð
heiminum í kringum sig.8 Til þess að öðlast þekkingu á heiminum þarf maðurinn
fyrst og fremst að hugsa um hann: „Ég hugsa“ er upphafið. En hugsun er ekkert
án athafnarinnar, það er algjörlega ómögulegt að öðlast einhvers konar þekkingu
með hugsuninni einni vegna þess að hugsunin fæst í raun ekki við heiminn sjálfan
heldur einungis heim hugsandans.9 Á undan hugsuninni verður alltaf að eiga
sér stað einhvers konar athöfn sem framkvæmd er í heiminum áður en hægt er
að hugsa um heiminn. Athöfnin er frumverknaður sem fæst við hinn raunveru-
lega heim og því hlutstæð en hugsunin er fylgifiskur gjörðarinnar og þar með
óhlutstæð. Ef þessu er snúið við verður hugsunin óviðeigandi fyrir raunveruleg
vandamál vegna þess að þá á hún sér enga undirstöðu í raunveruleikanum.10 Hinn
raunverulegi heimur, segir Macmurray, er því sá heimur sem við athöfnum okkur
í en ekki ímyndaður heimur hugans og allt sem hefur raunverulega tilvist verður
að vera til í hinum raunverulega heimi.11
Tilvist sjálfsins verður að sama skapi að byggjast á hinum raunverulega heimi.
Tilvistin getur því ekki verið grundvölluð á hugsuninni, því hugsunin ein og sér
hefur enga tilvist. Þegar ég hugsa um heiminn stend ég andspænis honum og skil
mig frá honum og er því ekki hluti af honum. Athöfnin fæst aftur á móti við hinn
raunverulega heim. Þegar ég geri eitthvað meðtek ég heiminn, ég beiti kröftum
7 Macmurray 1969: 29–31.
8 Macmurray 1969: 31.
9 Macmurray 1996: 11–12.
10 Macmurray 1969: 89.
11 Macmurray 1996: 17.
Hugur 2014-5.indd 24 19/01/2015 15:09:31